Matteus segir frá 5:1–48
5 Þegar Jesús sá mannfjöldann gekk hann upp á fjallið. Hann settist niður og lærisveinarnir komu til hans.
2 Síðan fór hann að kenna þeim og sagði:
3 „Þeir sem skynja andlega þörf sína* eru hamingjusamir+ því að himnaríki tilheyrir þeim.
4 Þeir sem syrgja eru hamingjusamir því að þeir hljóta huggun.+
5 Hinir hógværu*+ eru hamingjusamir því að þeir erfa jörðina.+
6 Þeir sem hungrar og þyrstir+ eftir réttlæti eru hamingjusamir því að þeir verða saddir.+
7 Hinir miskunnsömu+ eru hamingjusamir því að þeim verður sýnd miskunn.
8 Hinir hjartahreinu+ eru hamingjusamir því að þeir munu sjá Guð.
9 Þeir sem stuðla að friði*+ eru hamingjusamir því að þeir verða kallaðir börn* Guðs.
10 Þeir sem hafa verið ofsóttir fyrir að gera rétt+ eru hamingjusamir því að himnaríki tilheyrir þeim.
11 Þið eruð hamingjusöm þegar menn smána ykkur,+ ofsækja+ og ljúga upp á ykkur öllu illu vegna mín.+
12 Gleðjist og fagnið ákaflega+ því að laun ykkar+ eru mikil á himnum. Þannig ofsóttu þeir líka spámennina á undan ykkur.+
13 Þið eruð salt+ jarðar. En hvernig er hægt að endurheimta seltuna ef saltið dofnar? Það er ekki lengur nothæft til neins heldur er því hent út+ og troðið undir fótum.
14 Þið eruð ljós heimsins.+ Ekki er hægt að fela borg sem stendur á fjalli.
15 Fólk kveikir ekki á lampa og setur hann undir körfu* heldur á ljósastand og þá lýsir hann öllum í húsinu.+
16 Eins skuluð þið láta ljós ykkar lýsa meðal manna+ svo að þeir sjái góð verk ykkar+ og lofi föður ykkar sem er á himnum.+
17 Ekki halda að ég sé kominn til að afnema lögin eða spámennina.* Ég kom ekki til að afnema heldur uppfylla.+
18 Trúið mér, það er líklegra að himinn og jörð líði undir lok en að einn smástafur eða stafkrókur hverfi úr lögunum áður en allt er komið fram.+
19 Hver sem brýtur eitt minnsta boðorð þeirra og kennir öðrum að gera það verður því óhæfur til að ganga inn í himnaríki.* En hver sem heldur þau og kennir verður hæfur til að ganga inn í himnaríki.*
20 Ég segi ykkur að þið komist alls ekki inn í himnaríki+ ef þið eruð ekki réttlátari en fræðimenn* og farísear.*+
21 Þið hafið heyrt að sagt var við forfeðurna: ‚Þú skalt ekki myrða+ en sá sem fremur morð þarf að svara til saka fyrir dómi.‘+
22 En ég segi ykkur að hver sem elur með sér reiði+ í garð bróður síns þarf að svara til saka fyrir dómi og sá sem eys svívirðingum yfir bróður sinn þarf að svara til saka fyrir Hæstarétti. Og sá sem segir: ‚Heimskingi!‘ á yfir höfði sér að lenda í eldi Gehenna.*+
23 Ef þú ert að koma með fórn þína að altarinu+ og manst þá að bróðir þinn hefur eitthvað á móti þér
24 skaltu því skilja fórnina eftir fyrir framan altarið. Farðu fyrst og sæstu við bróður þinn. Komdu síðan aftur og færðu fórnina.+
25 Vertu fljótur að sættast við þann sem höfðar mál gegn þér. Gerðu það meðan þið eruð á leiðinni í réttinn svo að hann dragi þig ekki fyrir dómarann og dómarinn afhendi þig réttarþjóninum og þér verði varpað í fangelsi.+
26 Ég segi þér að þú losnar alls ekki þaðan fyrr en þú hefur greitt upp skuldina, hvern einasta eyri.*
27 Þið hafið heyrt að sagt var: ‚Þú skalt ekki fremja hjúskaparbrot.‘+
28 En ég segi ykkur að hver sem horfir á konu+ þannig að hann fer að girnast hana hefur þegar framið hjúskaparbrot með henni í hjarta sínu.+
29 Ef hægra augað verður þér að falli skaltu rífa það úr og henda því burt.+ Það er betra fyrir þig að missa einn líkamshluta en að öllum líkama þínum verði kastað í Gehenna.*+
30 Og ef hægri hönd þín verður þér að falli skaltu höggva hana af og henda henni burt.+ Það er betra fyrir þig að missa einn útlim en að allur líkami þinn lendi í Gehenna.*+
31 Þar að auki var sagt: ‚Hver sem skilur við konu sína skal gefa henni skilnaðarbréf.‘+
32 En ég segi ykkur að hver sem skilur við konu sína nema vegna kynferðislegs siðleysis* setur hana í þá hættu að fremja hjúskaparbrot, og hver sem giftist fráskilinni konu fremur hjúskaparbrot.+
33 Þið hafið einnig heyrt að sagt var við forfeðurna: ‚Þú skalt ekki sverja eið án þess að halda hann+ heldur skaltu efna heit þín við Jehóva.‘*+
34 En ég segi ykkur: Þið eigið alls ekki að sverja,+ hvorki við himininn, því að hann er hásæti Guðs,
35 né við jörðina, því að hún er fótskemill hans,+ né við Jerúsalem því að hún er borg hins mikla konungs.+
36 Þú átt ekki að sverja við höfuð þitt því að þú getur ekki gert eitt hár hvítt eða svart.
37 Láttu ‚já‘ þitt merkja já og ‚nei‘ þitt nei+ því að allt þar fyrir utan er frá hinum vonda.+
38 Þið hafið heyrt að sagt var: ‚Auga fyrir auga og tönn fyrir tönn.‘+
39 En ég segi ykkur: Streitist ekki á móti vondum manni. Ef einhver slær þig á hægri kinnina skaltu líka snúa hinni kinninni að honum.+
40 Vilji einhver draga þig fyrir dómstól og hafa af þér kyrtilinn skaltu líka láta hann hafa yfirhöfnina+
41 og ef maður í valdastöðu þvingar þig* með sér eina mílu* skaltu fara með honum tvær.
42 Gefðu þeim sem biður þig og vísaðu ekki frá þeim sem vill fá lán* hjá þér.+
43 Þið hafið heyrt að sagt var: ‚Þú skalt elska náunga þinn+ og hata óvin þinn.‘
44 En ég segi ykkur: Elskið óvini ykkar+ og biðjið fyrir þeim sem ofsækja ykkur.+
45 Þannig reynist þið börn* föður ykkar á himnum+ því að hann lætur sólina skína bæði á vonda og góða og rigna bæði yfir réttláta og rangláta.+
46 Hvaða laun hljótið þið ef þið elskið þá sem elska ykkur?+ Gera ekki skattheimtumenn það sama?
47 Og hvað er svona merkilegt við það ef þið heilsið bara bræðrum ykkar? Gerir ekki fólk af þjóðunum það sama?
48 Þið skuluð því vera fullkomin eins og faðir ykkar á himnum er fullkominn.+
Neðanmáls
^ Eða „Þeir sem betla andann; Þeir sem skilja að þeir þarfnast Guðs“.
^ Eða „mildu“.
^ Orðrétt „synir“.
^ Eða „Hinir friðsömu“.
^ Eða „mæliker“.
^ Þegar talað er um „lögin og spámennina“ er átt við Hebresku ritningarnar í heild.
^ Orðrétt „kallaður minnstur í himnaríki“.
^ Orðrétt „kallaður mikill í himnaríki“.
^ Sjá orðaskýringar.
^ Sjá orðaskýringar.
^ Staður fyrir utan Jerúsalem þar sem sorp var brennt. Sjá orðaskýringar.
^ Orðrétt „síðasta kvadransinn“. Sjá viðauka B14.
^ Sjá orðaskýringar.
^ Sjá orðaskýringar.
^ Á grísku pornei′a. Sjá orðaskýringar.
^ Sjá viðauka A5.
^ Eða „þvingar þig til þjónustu“.
^ Sjá viðauka B14.
^ Það er, vaxtalaust lán.
^ Orðrétt „synir“.