Postulasagan 10:1–48

  • Sýn Kornelíusar (1–8)

  • Pétur sér sýn þar sem dýr eru lýst hrein (9–16)

  • Pétur kemur til Kornelíusar (17–33)

  • Pétur boðar fólki af þjóðunum fagnaðarboðskapinn (34–43)

    • „Guð mismunar ekki fólki“ (34, 35)

  • Fólk af þjóðunum fær heilagan anda og lætur skírast (44–48)

10  Í Sesareu var maður sem hét Kornelíus. Hann var liðsforingi* í ítölsku hersveitinni* sem svo var kölluð.  Hann var trúrækinn og guðhræddur og allt heimilisfólk hans sömuleiðis. Hann var gjafmildur við fátæka og bað oft og innilega til Guðs.  Um níundu stund+ dags* sá hann greinilega í sýn engil Guðs koma til sín. Engillinn sagði: „Kornelíus!“  Kornelíus starði óttasleginn á hann og spurði: „Hvað viltu, herra?“ Hann svaraði: „Guð hefur heyrt bænir þínar og man eftir gjöfum þínum til fátækra.+  Sendu nú menn til Joppe og láttu þá sækja mann sem heitir Símon og er kallaður Pétur.  Hann gistir hjá Símoni, sútara einum sem á hús við sjóinn.“  Um leið og engillinn sem talaði við hann var farinn kallaði hann á tvo þjóna sína og trúrækinn hermann sem var í þjónustu hans.  Hann sagði þeim frá öllu og sendi þá til Joppe.  Daginn eftir, þegar þeir voru á leiðinni og nálguðust borgina, fór Pétur upp á húsþakið um sjöttu stund* til að biðjast fyrir. 10  Hann varð þá mjög svangur og vildi borða. Meðan verið var að matreiða fékk hann vitrun+ 11  og sá himininn opinn og eitthvað sem líktist stórum líndúk koma niður. Hann var látinn síga til jarðar á hornunum fjórum 12  og á honum voru alls konar ferfætt dýr, skriðdýr jarðar og fuglar himins. 13  Þá heyrði hann rödd sem sagði: „Stattu upp, Pétur, slátraðu og borðaðu!“ 14  En Pétur svaraði: „Nei, herra, það get ég ekki. Ég hef aldrei borðað neitt sem er vanheilagt og óhreint.“+ 15  Þá heyrði hann röddina í annað sinn: „Hættu að kalla það óhreint sem Guð hefur lýst hreint.“ 16  Í þriðja sinn sem þetta gerðist var dúkurinn tekinn upp til himins. 17  Pétur var enn að reyna að átta sig á hvað sýnin merkti þegar sendimenn Kornelíusar komu. Þeir höfðu spurt til vegar og stóðu nú við hliðið að húsi Símonar.+ 18  Þeir kölluðu og spurðu hvort Símon sem var kallaður Pétur væri gestkomandi þar. 19  Pétur var enn að velta sýninni fyrir sér þegar andinn+ sagði: „Þrír menn eru að spyrja eftir þér. 20  Drífðu þig niður og hikaðu ekki við að fara með þeim því að ég hef sent þá.“ 21  Pétur fór þá niður til mannanna og sagði: „Hér er ég, sá sem þið leitið að. Hvers vegna eruð þið komnir hingað?“ 22  Þeir svöruðu: „Kornelíus+ liðsforingi, réttlátur og guðhræddur maður sem hefur gott orð á sér meðal allrar Gyðingaþjóðarinnar, fékk fyrirmæli frá heilögum engli Guðs um að senda eftir þér og fá þig heim til sín til að heyra hvað þú hefðir að segja.“ 23  Hann bauð þeim þá inn og lét þá gista. Daginn eftir fór hann með þeim og nokkrir bræður frá Joppe voru með í för. 24  Þeir komu til Sesareu næsta dag. Kornelíus átti að sjálfsögðu von á þeim og hafði kallað saman ættingja sína og nána vini. 25  Þegar Pétur kom tók Kornelíus á móti honum, féll á kné við fætur hans og veitti honum lotningu* 26  en Pétur reisti hann á fætur og sagði: „Stattu upp, ég er bara maður eins og þú.“+ 27  Pétur ræddi við hann meðan þeir gengu inn fyrir og hann sá að margir voru þar samankomnir. 28  Hann sagði við þá: „Þið vitið vel að Gyðingi er bannað að umgangast eða heimsækja mann af öðrum kynþætti.+ Guð hefur þó sýnt mér að ég á ekki að kalla nokkurn mann vanheilagan eða óhreinan.+ 29  Þess vegna kom ég mótmælalaust þegar sent var eftir mér. En segið mér nú hvers vegna þið senduð eftir mér.“ 30  Kornelíus svaraði þá: „Það var um þetta leyti dags, um níundu stund* fyrir fjórum dögum, sem ég var að biðja í húsi mínu. Þá stóð frammi fyrir mér maður í skínandi fötum 31  og sagði: ‚Kornelíus, Guð hefur heyrt bæn þína og minnst gjafa þinna til fátækra. 32  Sendu því menn til Joppe og láttu sækja Símon sem er kallaður Pétur. Hann gistir í húsi Símonar, sútara nokkurs sem býr við sjóinn.‘+ 33  Ég sendi því tafarlaust eftir þér og þú varst svo vinsamlegur að koma hingað. Nú erum við öll samankomin frammi fyrir Guði til að heyra allt sem Jehóva* hefur falið þér að segja.“ 34  Pétur tók þá til máls og sagði: „Núna skil ég að Guð mismunar ekki fólki+ 35  heldur tekur hann á móti hverjum þeim sem óttast hann og gerir rétt, sama hverrar þjóðar hann er.+ 36  Hann sendi orð sitt til Ísraelsmanna til að flytja þeim fagnaðarboðskapinn um frið+ fyrir milligöngu Jesú Krists en hann er Drottinn allra.+ 37  Þið vitið um hvað var talað um alla Júdeu og hófst í Galíleu+ eftir að Jóhannes boðaði skírn. 38  Það var talað um Jesú frá Nasaret, hvernig Guð smurði hann heilögum anda+ og gaf honum kraft. Hann fór um landið, gerði gott og læknaði alla sem Djöfullinn þjakaði+ því að Guð var með honum.+ 39  Við erum vottar að öllu sem hann gerði, bæði í landi Gyðinga og í Jerúsalem en þeir tóku hann af lífi með því að hengja hann á staur.* 40  Guð reisti hann upp á þriðja degi+ og lét fólk sjá hann, 41  ekki alla heldur votta sem hann valdi fyrir fram, það er að segja okkur sem borðuðum og drukkum með honum eftir að hann reis upp frá dauðum.+ 42  Hann skipaði einnig svo fyrir að við skyldum boða fólki og útskýra vandlega+ að hann sé sá sem Guð hefur valið til að dæma lifandi og dauða.+ 43  Allir spámennirnir vitna um hann+ og segja að hver sem trúir á hann fái syndir sínar fyrirgefnar vegna nafns hans.“+ 44  Meðan Pétur var enn að tala um þetta kom heilagur andi yfir alla sem heyrðu orð Guðs.+ 45  Þeir trúuðu* sem voru umskornir og höfðu komið með Pétri voru agndofa að fólk af þjóðunum skyldi einnig fá heilagan anda að gjöf 46  því að þeir heyrðu það tala erlend tungumál* og lofa Guð.+ Þá sagði Pétur: 47  „Getur nokkur neitað þeim um að skírast í vatni+ fyrst þau hafa fengið heilagan anda eins og við?“ 48  Síðan skipaði hann svo fyrir að þau skyldu skírast í nafni Jesú Krists.+ Þau báðu hann síðan að staldra við í nokkra daga.

Neðanmáls

Eða „hundraðshöfðingi“, foringi 100 manna liðs.
Eða „skorinni“, rómverskri hereiningu sem í voru 600 manns.
Það er, um kl. 15.
Það er, um kl. 12.
Eða „kraup fyrir honum“.
Það er, um kl. 15.
Eða „tré“.
Eða „trúföstu“.
Orðrétt „tala tungum“.