Kynning á orði Guðs
Biblían hefur að geyma boðskap Guðs til okkar. Hún kennir okkur að lifa farsælu lífi og öðlast velþóknun Guðs. Í Biblíunni má einnig finna svör við eftirfarandi spurningum:
AÐ FINNA BIBLÍUVERS
Biblían er safn 66 minni bóka. Hún skiptist í tvo hluta, Hebresk-arameísku ritningarnar (Gamla testamentið) og Grísku ritningarnar (Nýja testamentið). Hverri bók er skipt í kafla og vers. Þegar vísað er í biblíuvers gefur fyrri talan á eftir bókarheitinu til kynna kaflann og talan á eftir tvípunktinum versið eða versin. Til dæmis á 1. Mósebók 1:1 við 1. Mósebók, kafla 1 og vers 1.