Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

SPURNING 7

Hverju er spáð í Biblíunni um okkar tíma?

„Þjóð mun ráðast gegn þjóð og ríki gegn ríki … Allt er þetta upphaf fæðingarhríðanna.“

Matteus 24:7, 8

„Margir falsspámenn koma fram og blekkja marga og vegna þess að illskan magnast mun kærleikur flestra kólna.“

Matteus 24:11, 12

„Þegar þið fréttið af stríðsátökum í grennd og í fjarska skuluð þið ekki skelfast. Þetta þarf að gerast en endirinn er samt ekki kominn.“

Markús 13:7

„Það verða miklir jarðskjálftar, og hungursneyðir og drepsóttir verða á einum stað eftir annan. Ógnvekjandi atburðir munu eiga sér stað og mikil tákn verða á himni.“

Lúkas 21:11

„Á síðustu dögum verða hættulegir og erfiðir tímar. Menn verða eigingjarnir, elska peninga, verða montnir, hrokafullir, lastmálir, óhlýðnir foreldrum, vanþakklátir, ótrúir, kærleikslausir, ósáttfúsir, rógberar, hafa enga sjálfstjórn, grimmir, elska ekki hið góða, sviksamir, þverir, yfirlætisfullir og elska nautnir frekar en Guð. Út á við sýnast þeir guðræknir en þeir láta trúna ekki hafa nein áhrif á líf sitt.“

2. Tímóteusarbréf 3:1–5