Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

SPURNING 5

Hver er boðskapur Biblíunnar?

„Ég set fjandskap milli þín og konunnar og milli afkomenda þinna og afkomanda hennar. Hann mun kremja höfuð þitt og þú munt höggva hann í hælinn.“

1. Mósebók 3:15

„Vegna afkomanda þíns munu allar þjóðir jarðar hljóta blessun því að þú hlýddir á mig.“

1. Mósebók 22:18

„Við biðjum að ríki þitt komi og vilji þinn verði á jörð eins og á himni.“

Matteus 6:10

„Guð, sem veitir frið, mun bráðlega kremja Satan undir fótum ykkar.“

Rómverjabréfið 16:20

„Þegar allt hefur verið lagt undir soninn mun hann sjálfur skipa sig undir Guð sem lagði allt undir hann til að Guð verði öllum allt.“

1. Korintubréf 15:28

„Nú voru loforðin gefin Abraham og afkomanda hans … og það er Kristur. Ef þið tilheyrið Kristi eruð þið auk þess afkomendur Abrahams.“

Galatabréfið 3:16, 29

„Drottinn okkar og Kristur hans hafa fengið konungsvaldið yfir heiminum og hann mun ríkja sem konungur um alla eilífð.“

Opinberunarbókin 11:15

„Drekanum mikla var kastað niður, hinum upphaflega höggormi sem er kallaður Djöfull og Satan og afvegaleiðir alla heimsbyggðina. Honum var kastað niður til jarðar og englum hans var kastað niður með honum.“

Opinberunarbókin 12:9

„Hann tók drekann, hinn upphaflega höggorm sem er Djöfullinn og Satan, og batt hann um 1.000 ár.“

Opinberunarbókin 20:2