Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

SPURNING 2

Hvernig geturðu kynnst Guði?

„Þessi lögbók á ekki að víkja frá munni þínum. Lestu í henni lágum rómi dag og nótt svo að þú farir vandlega eftir öllu sem stendur í henni. Þá verður þú farsæll og gerir það sem er skynsamlegt.“

Jósúabók 1:8

„Þeir héldu áfram að lesa upp úr bókinni, lögbók hins sanna Guðs, og útskýrðu vel hvað lögin sögðu og hvað þau þýddu þannig að fólkið skildi það sem var lesið.“

Nehemíabók 8:8

„Sá maður er hamingjusamur sem fylgir ekki ráðum vondra manna … heldur hefur yndi af lögum Jehóva og les þau lágum rómi dag og nótt … Allt sem hann gerir tekst vel.“

Sálmur 1:1–3

„Filippus hljóp að vagninum, heyrði manninn lesa í Jesaja spámanni og spurði: ‚Skilurðu það sem þú ert að lesa?‘ ‚Hvernig ætti ég að geta það ef enginn leiðbeinir mér?‘ svaraði hann.“

Postulasagan 8:30, 31

„Ósýnilegt eðli hans, bæði eilífur máttur hans og guðdómur, hefur verið auðséð allt frá sköpun heimsins því að það má skynja af verkum hans. Þess vegna hafa mennirnir enga afsökun.“

Rómverjabréfið 1:20

„Hugleiddu þetta vel, vertu upptekinn af því svo að framför þín sé öllum augljós.“

1. Tímóteusarbréf 4:15

„Berum umhyggju hvert fyrir öðru svo að við hvetjum hvert annað til kærleika og góðra verka. Vanrækjum ekki samkomur okkar.“

Hebreabréfið 10:24, 25

„Ef einhvern á meðal ykkar skortir visku ætti hann ekki að gefast upp á að biðja Guð um hana. Hann mun fá hana því að Guð gefur öllum af örlæti og án þess að finna að þeim.“

Jakobsbréfið 1:5