SPURNING 6
Hverju er spáð í Biblíunni um Messías?
SPÁDÓMUR
„Þú, Betlehem Efrata … frá þér læt ég koma stjórnanda í Ísrael.“
UPPFYLLING
„Jesús fæddist í Betlehem í Júdeu á dögum Heródesar konungs.“
SPÁDÓMUR
„Þeir skipta fötum mínum á milli sín og varpa hlutkesti um fatnað minn.“
UPPFYLLING
„Þegar hermennirnir höfðu staurfest Jesú tóku þeir yfirhöfn hans og skiptu í fjóra hluta … Þeir tóku líka kyrtilinn en hann var saumlaus, ofinn í heilu lagi ofan frá og niður úr. Þeir sögðu því hver við annan: ‚Rífum hann ekki í sundur. Vörpum heldur hlutkesti um hann til að ákveða hver fái hann.‘“
SPÁDÓMUR
„Hann verndar öll bein hans, ekki eitt einasta þeirra verður brotið.“
UPPFYLLING
„Þegar þeir komu að Jesú sáu þeir að hann var þegar dáinn og brutu því ekki fótleggi hans.“
SPÁDÓMUR
„Hann var stunginn í gegn vegna brota okkar.“
UPPFYLLING
„Einn hermannanna stakk spjóti í síðu hans og samstundis rann út blóð og vatn.“
SPÁDÓMUR
„Þá greiddu þeir mér laun mín, 30 sikla silfurs.“
UPPFYLLING
„Nú fór einn þeirra tólf, sá sem hét Júdas Ískaríot, til yfirprestanna og sagði: ‚Hvað viljið þið gefa mér fyrir að svíkja hann í hendur ykkar?‘ Þeir buðu honum 30 silfurpeninga.“