HALTU VÖKU ÞINNI
Umbrotaárið 2022 – hvað segir Biblían?
Stríð, efnahagserfiðleikar og náttúruhamfarir hafa verið helsta fréttaefni ársins 2022. Aðeins Biblían skýrir raunverulega merkingu þessara atburða.
Raunveruleg merking atburða ársins 2022
Atburðir ársins 2022 eru sterk vísbending um að við lifum á þeim tíma sem Biblían kallar ‚síðustu daga‘. (2. Tímóteusarbréf 3:1) Þeir hófust árið 1914. Sjáðu hvernig nýlegir atburðir passa við það sem Biblían sagði fyrir um okkar tíma:
‚Stríðsátök.‘ – Matteus 24:6.
„Árið 2022 fékk Evrópa aftur að finna fyrir hræðilegum afleiðingum stríðs.“ a
Sjá greinina „Rússar gera innrás í Úkraínu“.
„Hungursneyðir.“ – Matteus 24:7.
„Árið 2022 voru fordæmalausar hungursneyðir.“ b
Sjá greinina „Aukinn matarskortur vegna stríðsins í Úkraínu“.
„Drepsóttir.“ – Lúkas 21:11.
„Að lömunarveiki skuli hafa skotið upp kollinum aftur, apabóla rokið upp og COVID-19 haldið áfram að valda skaða sýnir hve mikil ógn stafar af smitsjúkdómum og hversu varnarlaust mannkynið er.“ c
Sjá greinina „6 milljónir hafa látist vegna COVID-19“.
„Ógnvekjandi atburðir.“ – Lúkas 21:11.
„Hitabylgjur, þurrkar, gróðureldar og flóð. Sumarsins 2022 verður klárlega minnst vegna ótal veðuröfga sem hafa valdið eyðileggingu, kostað hundruð þúsunda lífið og neytt milljónir til að flýja heimili sín.“ d
Sjá greinina „Hitamet slegin um allan heim“.
‚Ófriður [eða ‚óeirðir; uppreisnir‘, neðanmáls.].‘ – Lúkas 21:9.
„Aukin reiði fólks út af efnahagserfiðleikum, sérstaklega vegna vaxandi verðbólgu, olli meiri mótmælum gegn yfirvöldum árið 2022 en nokkru sinni fyrr.“ e
Sjá greinina „Ört hækkandi verðbólga um allan heim“.
Hvernig verður næsta ár?
Enginn getur sagt með vissu hvað gerist árið 2023. Það sem við vitum er að bráðlega mun ríki Guðs, sem er stjórn á himni, grípa inn í gang mála á jörðinni. (Daníel 2:44) Sú stjórn mun fjarlægja allt sem veldur fólki þjáningum og tryggja að vilji Guðs verði gerður á jörðinni. – Matteus 6:9, 10.
Við hvetjum þig til að fara að ráði Jesú Krists og ‚halda vöku þinni‘ fyrir því hvernig heimsatburðir eru að uppfylla spádóma Biblíunnar. (Markús 13:37) Hafðu samband við okkur til að fræðast meira um það hvernig Biblían getur komið þér að gagni núna og hvernig hún getur gefið þér og fjölskyldu þinni sanna von um betri framtíð.
a AP News, 8. desember 2022: „2022 Was Year the Horror of War Returned to Europe“ eftir Jill Lawless.
b World Food Programme: „A Global Food Crises“.
c JAMA Health Forum, 22. september 2022: „Living in an Age of Pandemics – From COVID-19 to Monkeypox, Polio, and Disease X“ eftir Lawrence O. Gostin, JD.
d Earth.Org, 24. október 2022: „What’s Behind the Record-Breaking Extreme Weather Events of Summer 2022?“ eftir Martinu Igini.
e Carnegie Endowment for International Peace, 8. desember 2022: „Economic Anger Dominated Global Protests in 2022“ eftir Thomas Carothers og Benjamin Feldman.