Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

HALTU VÖKU ÞINNI

6 milljónir hafa látist vegna COVID-19 – hvað segir Biblían?

6 milljónir hafa látist vegna COVID-19 – hvað segir Biblían?

 Þann 23. maí 2022 höfðu 6,27 milljónir manna látist af völdum COVID-19, að sögn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. En 5. maí 2022 birti stofnunin frétt þar sem hún áætlar að fjöldi dauðsfalla sé miklu meiri. Í fréttinni segir að árin 2020 og 2021 hafi „fjöldi dauðsfalla sem tengjast COVID-19 faraldrinum beint eða óbeint … verið um 14,9 milljónir“. Segir Biblían eitthvað um slíkar hörmungar?

Biblían sagði fyrir um útbreidda faraldra

 Spádómur Jesú er að rætast núna. Þú getur fengið fleiri upplýsingar í greininni „Hvert er tákn hinna ,síðustu daga‘ eða ,síðustu tíma‘?

Biblían veitir hughreystingu

 Boðskapur Biblíunnar hefur hughreyst marga sem hafa misst ástvin. Til að vita meira geturðu skoðað greinarnar „Að vinna úr sorginni – það sem þú getur gert núna“ og „Besta hjálpin fyrir syrgjendur“.

Biblían segir frá einu varanlegu lausninni

  •   „Láttu ríki þitt koma. Láttu vilja þinn verða á jörð eins og á himni.“ – Matteus 6:10.

 „Ríki Guðs“ sér bráðlega til þess að „enginn í landinu mun segja: ,Ég er veikur‘“. (Markús 1:14, 15; Jesaja 33:24) Horfðu á myndbandið Hvað er ríki Guðs? til að fræðast um þessa himnesku stjórn og það sem hún mun áorka.

 Við hvetjum þig til að læra meira um það sem Biblían segir. Þú og fjölskylda þín getið notið góðs af visku hennar og hrífandi loforðum.