Mun spilling stjórnvalda einhvern tíma taka enda?
Spilling embættismanna er vandamál um allan heim sem hefur hræðilegar afleiðingar í för með sér. a Í COVID-19 faraldrinum voru til dæmis embættismenn í hverju landinu á fætur öðru sakaðir um að draga sér fé sem átti að nota í baráttunni við faraldurinn. Slík spilling kom í veg fyrir að fólk fengi þá heilbrigðisþjónustu sem það þurfti og margir þjáðust og dóu af þeim sökum.
Áhrifa spillingar stjórnvalda gætir víða. David Cameron, fyrrum forsætisráðherra Bretlands, orðaði það þannig: „Spilling er umfangsmikill vefur sem öll lönd eru flækt í.“
En við getum verið viss um að fljótlega taka allar spilltar ríkistjórnir enda. Taktu eftir því sem Biblían segir að Guð ætli að gera.
Hvernig vitum við að Guð ætlar að uppræta spillingu?
Í Biblíunni segir Guð: „Ég, Jehóva, elska réttlæti, ég hata rán og ranglæti.“ b (Jesaja 61:8) Guð tekur eftir því þegar fólk þjáist vegna spillingar annarra. (Orðskviðirnir 14:31) Hann lofar: „Hinir hrjáðu eru kúgaðir … Þess vegna rís ég upp og læt til mín taka.“ – Sálmur 12:5.
Hvað ætlar Guð að gera? Hann ætlar ekki að laga ríkjandi stjórnir heldur setja sína eigin himnesku stjórn í þeirra stað. Hún er kölluð „ríki Guðs“. (Markús 1:14, 15; Matteus 6:10) Biblían segir: ,Guð himinsins mun stofnsetja ríki sem molar öll þessi ríki og gerir þau að engu en það eitt mun standa að eilífu.‘ (Daníel 2:44) Guð mun þannig binda enda á spillinguna sem við sjáum.
Ríkisstjórn sem er laus við spillingu
Hvernig getum við vitað að stjórn Guðs verður ekki spillt? Skoðum eftirfarandi.
1. Vald. Guðsríki fær vald sitt frá almáttugum Guði. – Opinberunarbókin 11:15.
Hvers vegna er það mikilvægt? Til að ríkisstjórnir manna geti starfað reiða þær sig á fjármagn borgaranna. Þetta verður oft til að þess að fólk mútar, stelur og hagræðir málum. En Guðsríki er stutt af almáttugum Guði þannig að það getur alltaf fullnægt þörfum þegnanna. – Sálmur 145:16.
2. Stjórnandi. Guð hefur útnefnt Jesú Krist sem stjórnanda Guðsríkis. – Daníel 7:13, 14.
Hvers vegna er það mikilvægt? Jafnvel bestu stjórnmálamenn geta orðið fyrir slæmum áhrifum. (Prédikarinn 7:20) Jesús hefur hins vegar sýnt að það er ekki hægt að múta honum. (Matteus 4:8–11) Það sem drífur hann áfram er einlægur kærleikur til þegna sinna og áhugi á velferð þeirra. – Sálmur 72:12–14.
3. Lög. Lög Guðsríkis eru fullkomin og þau eru endurnærandi. – Sálmur 19:7, 8.
Hvers vegna er það mikilvægt? Lög manna eru gjarnan flókin, íþyngjandi eða þeim illa framfylgt. Það ýtir undir spillingu. Lög Guðs eru á hinn bóginn hagnýt og gagnleg. (Jesaja 48:17, 18) Þessi lög ná ekki aðeins yfir verk heldur líka hvatir. (Matteus 22:37, 39) Guð getur að sjálfsögðu lesið hjörtu manna og tryggt að lögunum sé framfylgt af miskunn. – Jeremía 17:10.
Þú getur fengið að vita meira um loforð Biblíunnar varðandi framtíðina þar sem spilling stjórnvalda verður úr sögunni.
Lestu greinina „God’s Kingdom – A Government With No Corruption“ til að sjá þrjár ástæður til viðbótar fyrir því að Guðsríki mun aldrei gerast sekt um spillingu.
Horfðu á myndbandið Hvað er ríki Guðs? til að fræðast meira um stjórn Guðs og hverju hún mun áorka fyrir jörðina.
Prófaðu ókeypis biblíunámskeið til að komast að því hvernig þú getur haft gagn af loforðum Biblíunnar.
a Samkvæmt einni skilgreiningu er „spilling“ misnotkun á valdi til að hafa hag af því persónulega.
b Jehóva er nafn Guðs. (Sálmur 83:18) Sjá greinina „Hver er Jehóva?“