Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Justin Paget/Stone via Getty Images

Faraldur einmanaleika – hvað getur hjálpað?

Faraldur einmanaleika – hvað getur hjálpað?
  •   „Um helmingur fullorðinna í Bandaríkjunum segist finna fyrir einmanaleika. Þetta á sérstaklega við um ungt fólk.“ – Our Epidemic of Loneliness and Isolation: The U.S. Surgeon General’s Advisory on the Healing Effects of Social Connection and Community, 2023.

  •   „[Alþjóðaheilbrigðismála­stofnunin] hefur stofnað nýja félagstengslanefnd til að takast á við þá alvarlegu ógn sem heilsu fólks stafar af sökum einmanaleika, til að hvetja fólk til að rækta sambönd við aðra og til að finna betri leiðir til þess að takast á við einmanaleika bæði í ríkum og fátækum löndum.“ – Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, 15. nóvember 2023.

 Biblían gefur hagnýt ráð sem hjálpa okkur að rækta heilbrigð sambönd við aðra.

Biblían getur hjálpað

 Fækkaðu athöfnum sem einangra þig. Þær fela meðal annars í sér að verja of miklum tíma á samfélagsmiðlum. Leitastu frekar við að eiga bein samskipti við fólk og eignast þannig sanna vini.

  •   Biblían segir: „Sannur vinur elskar alltaf og er sem bróðir á raunastund.“ – Orðskviðirnir 17:17.

 Komdu auga á tækifæri til að hjálpa öðrum. Að gera öðrum gott styrkir ekki aðeins sambandið við þá heldur lætur okkur sjálfum líka líða betur.

  •   Biblían segir: „Það er ánægjulegra að gefa en þiggja.“ – Postulasagan 20:35.

 Skoðaðu vefsíðuna okkar til að fá fleiri gagnleg ráð frá Biblíunni um að byggja upp góða vináttu.