Guði er annt um heyrnarlausa
Um 70 milljónir manna um heim allan eru heyrnarlausir og margir tala eitt af þeim rúmlega 200 táknmálum sem til eru. Því miður er ekki alltaf komið vel fram við heyrnarlausa eins og eftirfarandi dæmi sýna:
„Um heim allan er oft litið fram hjá réttindum heyrnarlausra og heyrnarskertra.“ – Landssamtök heyrnarlausra (Bandaríkjunum).
„Heyrnarlausir í þróunarlöndum eru í hópi hinna allra fátækustu og hafa takmarkaðan aðgang að viðeigandi menntun, atvinnu og upplýsingum.“ – Alþjóðasamband heyrnarlausra.
Hvernig lítur Guð á heyrnarlausa? Hvað segir Biblían um þá? Og hvaða hjálp stendur þeim til boða hjá Vottum Jehóva nú á dögum?
Viðhorf Guðs til heyrnarlausra
Biblían segir að Jehóva a Guð láti sér annt um heyrnarlausa. Hann vill að vel sé komið fram við þá og að þeir geti fengið þá menntun sem hann býður upp á.
Biblíuvers: „Þú skalt ekki bölva heyrnarlausum manni.“ – 3. Mósebók 19:14.
Skýring: Lögin sem Jehóva gaf Ísraelsmönnum til forna vernduðu heyrnarlausa.
Biblíuvers: „Guð mismunar ekki fólki.“ – Postulasagan 10:34.
Skýring: Jehóva er annt um fólk af mismunandi bakgrunni og í öllum menningarsamfélögum og málhópum, þar á meðal heyrnarlausa.
Biblíuvers: ‚Jesús fór nú og boðaði fagnaðarboðskapinn um ríkið.‘ – Matteus 9:35.
Skýring: Jesús kom til jarðar til að fræða fólk um ríki Guðs og hvað það mun gera fyrir allt mannkynið – þar á meðal heyrnarlausa. – Matteus 6:10.
Biblíuvers: Jesús gaf jafnvel „heyrnarlausum heyrn og mállausum mál“. – Markús 7:37.
Skýring: Jesús sýndi hverju Guðsríki kemur til leiðar þegar heyrnarlausir fá heyrn og mállausir geta talað. Við þetta tækifæri notaði Jesús látbragð og tilburði til að tjá sig við heyrnarlausan mann áður en hann gaf honum heyrn og mál. – Markús 7:31–35.
Biblíuvers: „Eyru heyrnarlausra ljúkast upp.“ – Jesaja 35:5.
Skýring: Jehóva hefur spáð fyrir að heyrnarlausir fái heyrn. – Jesaja 29:18.
Hvaða hjálp stendur heyrnarlausum til boða hjá Vottum Jehóva nú á dögum?
Vottar Jehóva segja heyrnarlausu fólki um allan heim frá vonarboðskap Guðs. Hvað er gert til að vinna að því? Við gefum út Biblíuna og biblíunámsgögn á myndböndum á meira en 100 táknmálum. Við bjóðum líka upp á biblíufræðslu og höldum samkomur á táknmálum. Þetta stendur öllum til boða án endurgjalds. Hvers vegna? Jesús sagði: „Gefins hafið þið fengið, gefins skuluð þið láta í té.“ – Matteus 10:8.
Þú getur fundið þessi námsgögn á netinu eða hlaðið þeim niður með eftirfarandi hætti:
JW.ORG. Smelltu á tungumálatakkan efst á vefsetrinu til að sjá efnið á því táknmáli sem þú velur.
JW Library Sign Language-appið. Sæktu þetta ókeypis app. Þá geturðu hlaðið niður myndböndum á táknmáli eða horft á þau í streymi.
Hvaða biblíunámsgögn bjóðum við upp á?
Biblían á táknmáli. Nýheimsþýðing Biblíunnar á amerísku táknmáli var fyrsta biblían sem var gefin út í heild á táknmáli. Nýheimsþýðingin er nú til í heild eða að hluta á mörgum táknmálum og fleiri bætast við á hverju ári. (Sjá rammann „ Nýheimsþýðing Biblíunnar á táknmáli“ til að fá lista yfir táknmál sem eru í boði eða til að horfa á Biblíuna á táknmáli á netinu.)
Horfðu á myndbandið The Complete New World Translation Is Available in ASL til að sjá vinnuna að baki því að gefa út Biblíuna á táknmáli.
Til að auðvelda biblíulestur er hægt að sækja JW Library Sign Language-appið. Þar geturðu valið ákveðin biblíuvers á táknmáli.
Dmítro og Víta eru heyrnarlaus hjón sem eiga heyrandi börn. Sjáðu hvernig það gagnast fjölskyldunni að horfa á Biblíuna á táknmáli á hverjum degi.
Myndbönd með biblíufræðslu. Vottar Jehóva hafa gefið út myndbönd á táknmáli sem hjálpa fólki að skilja og fylgja ráðum sem Biblían veitir …
Biblíunámskeið með einkakennara. Þú getur kynnt þér boðskap Biblíunnar á táknmáli á þínum hraða með aðstoð einkakennara. Hægt er að biðja um prufutíma á slíku námskeiði. Fræðslan er ókeypis.
Jeson Senajonon býr á Filippseyjum. Sjáðu hvernig biblíunámskeiðið hjálpaði honum að eignast náið samband við Guð.
Mario Antúnez var prestur í Hondúras. Hann fann svör við biblíutengdum spurningum sínum eins og hann segir frá í greininni „Ég var með fleiri spurningar en svör“.
Samkomur og viðburðir. Við erum með táknmálssöfnuði og hópa víða um heim þar sem heyrnarlausir hittast til að fá fræðslu og tilbiðja Guð í hverri viku. Einnig eru stærri viðburðir haldnir á ári hverju þar sem biblíufræðsla fer fram á táknmáli. Bæði á samkomum og á stærri viðburðum er líka boðið upp á snertitúlkun fyrir þá sem eru daufblindir. Auk þess eru gefin út rit með blindraletri, öllum að kostnaðarlausu.
Finndu söfnuð í nágrenni þínu.
Fáðu upplýsingar um árleg umdæmis- og svæðismót okkar.
Þér er boðið að sækja minningarhátíðina um dauða Jesú, en það er mikilvægasti viðburður okkar á árinu.
José Luis Ayala býr í Mexíkó. Hann fæddist heyrnarlaus og varð síðan einnig blindur. Sjáðu hvernig hann fékk aðstoð og er nú fær biblíukennari.
a Jehóva er eiginnafn Guðs. (Sálmur 83:18) Sjá greinina „Hver er Jehóva?“