Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

HALTU VÖKU ÞINNI

Vottar Jehóva og helförin – hvað segir Biblían?

Vottar Jehóva og helförin – hvað segir Biblían?

 Þann 27. janúar 2023 halda margir alþjóðlegan minningardag um helförina. Grimmdarverkin sem áttu sér stað fyrir meira en 75 árum fá þig kannski til að velta fyrir þér hvers vegna Guð hafi leyft að þau ættu sér stað.

 Gyðingar þjáðust skelfilega í helförinni. Milljónir voru myrtar með skipulegum hætti. Fleiri hópar voru líka teknir fyrir og reynt að útrýma þeim. Þar á meðal voru vottar Jehóva en þeir voru ofsóttir vegna trúar sinnar sem byggist á Biblíunni.

‚Von og góð framtíð‘

 Margir óttast að eitthvað eins og helförin gæti gerst aftur. Biblían talar sem betur fer um framtíð þar sem slíkir harmleikir eiga sér ekki stað lengur.

  •   „‚Ég veit vel hvað ég hef í hyggju fyrir ykkur,‘ segir Jehóva, ‚að veita ykkur frið en ekki óhamingju. Ég vil gefa ykkur von og góða framtíð.‘“ – Jeremía 29:11. a

 Þessi von verður að veruleika þegar Jehóva Guð bindur enda á illskuna og afmáir þann skaða sem hún hefur valdið. Hann mun bráðlega:

 Þér er óhætt að treysta þeirri hughreystandi von sem Biblían gefur. Til að sjá hvers vegna hvetjum við þig til að prófa ókeypis biblíunámskeið sem við bjóðum upp á.

a Jehóva er nafn Guðs. – Sálmur 83:18.