Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Sean Gladwell/Moment via Getty Images

HALTU VÖKU ÞINNI

Hernaðarútgjöld komin yfir tvær billjónir dollara – hvað segir Biblían?

Hernaðarútgjöld komin yfir tvær billjónir dollara – hvað segir Biblían?

 Hernaðarútgjöld ríkja heims náðu sögulegu hámarki árið 2022, en þá var 2.240 milljörðum bandaríkjadala varið í hernaðarmál. Ástæðuna má að miklu leyti rekja til innrásar Rússlands í Úkraínu. Eftirfarandi kom fram varðandi útgjöld ársins 2022 í skýrslu sem Alþjóðlega friðarrannsóknastofnunin í Stokkhólmi (SIPRI) birti í apríl 2023:

  •   Hernaðarútgjöld Evrópuríkja „jukust um 13 prósent á árinu, en það er mesta aukning á árlegum heildarútgjöldum Evrópuríkja frá því að kalda stríðinu lauk“.

  •   „Rússland … er talið hafa aukið útgjöld sín um 9,2 prósent og færir sig þar með úr fimmta sæti í það þriðja yfir útgjaldahæstu ríki heims.“

  •   Bandaríkin sitja enn í fyrsta sæti yfir mestu útgjöld til hernaðarmála „en þau nema 39 prósentum af útgjöldum ríkja heims“.

 Síaukin útgjöld til hernaðarmála á liðnum árum eru merki þess að heimurinn verði sífellt óöruggari að sögn Nans Tians, doktors í hagfræði og eins af höfundum SIPRI-skýrslunnar.

 Í Biblíunni var sagt fyrir um þessa vaxandi spennu milli stórvelda heims nú á dögum. Hún varpar jafnframt ljósi á einu friðarvonina.

Sagt fyrir um aukin hernaðarátök

  •   Í Biblíunni eru okkar dagar kallaðir ‚tími endalokanna‘. – Daníel 8:19.

  •   Í Daníelsbók var sagt fyrir að á þeim tíma myndu stórveldi etja kappi. Veldin myndu eiga í ‚stimpingum‘, það er að segja berjast um yfirráð, og það fæli í sér að miklum „fjársjóðum“ eða fjármunum yrði varið í hernaðarátök. – Daníel 11:40, 42, 43.

 Horfðu á myndbandið Uppfylltir spádómar – 11. kafli Daníels til að kynna þér nánar þennan spennandi biblíuspádóm.

Hvernig verður sönnum friði komið á?

  •   Í Biblíunni segir að Guð muni skipta út mannlegum stjórnum og „stofnsetja ríki sem verður aldrei eytt. Þetta ríki verður ekki gefið neinni annarri þjóð. Það molar öll þessi ríki og gerir þau að engu en það eitt mun standa að eilífu.“ – Daníel 2:44.

  •   Bráðum gerir Jehóva a Guð það sem engir menn eru færir um – hann kemur á sönnum og varanlegum friði. Hvernig? Ríki hans á himni mun útrýma öllum vopnum og binda enda á allt ofbeldi. – Sálmur 46:8, 9.

 Lestu greinina „Undir stjórn Guðsríkis verður ‚friður og farsæld‘“ til að læra meira um hverju Guðsríki mun koma til leiðar.

a Jehóva er nafn Guðs. – Sálmur 83:18.