Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Surasak Suwanmake/Moment via Getty Images

HALTU VÖKU ÞINNI

Hitabylgja á heimsvísu sumarið 2023 – hvað segir Biblían?

Hitabylgja á heimsvísu sumarið 2023 – hvað segir Biblían?

 Fólk um allan heim þarf að þola hitabylgju sem slær öll met og hamfarir sem tengjast þessum veðuröfgum. Skoðaðu eftirfarandi fréttir:

  •   „Heimurinn var rétt að komast í gegnum heitasta júnímánuð sem mælst hefur síðan mælingar hófust fyrir 174 árum.“ – Haf- og loftslagsstofnun ríkisins, viðskiptaráðuneyti Bandaríkjanna, 13. júlí 2023.

  •   „Á Ítalíu og Spáni og í Frakklandi, Þýskalandi og Póllandi geisar nú gríðarleg hitabylgja. Búist er við að hitinn fari upp í 48 °C á Sikiley og Sardiníu en það er hugsanlega mesti hiti sem mælst hefur í Evrópu.“ – Geimvísindastofnun Evrópu, 13. júlí 2023.

  •   „Samhliða því að hitastig jarðarinnar hækkar er búist við að regnveður verði tíðari og öfgakenndari, en það leiðir líka til skæðari flóða.“ – Stefan Uhlenbrook, framkvæmdastjóri á sviðum vatnafræða og freðhvolfs við Alþjóðaveðurfræðistofnunina, 17. júlí 2023.

 Hefur þú áhyggjur þegar þú heyrir sífellt fleiri fréttir af slíkum veðuröfgum? Skoðaðu hvað Biblían segir um þetta brýna málefni.

Uppfylla veðuröfgar biblíuspádóma?

 Já. Hitabylgjur um heim allan og aðrar veðuröfgar passa vel við þá atburði sem Biblían sagði fyrir um okkar tíma. Jesús spáði til dæmis að „ógnvekjandi atburðir“ myndu eiga sér stað. (Lúkas 21:11) Hækkandi hitastig jarðar hefur orðið til þess að margir óttast að jörðin verði óbyggileg af völdum mannsins.

Verður ólíft á jörðinni?

 Nei. Guð skapaði jörðina til að vera varanlegt heimili mannkyns. Hann leyfir mönnunum ekki að leggja hana í rúst. (Sálmur 115:16; Prédikarinn 1:4) Hann hefur reyndar lofað að hann ætli að „eyða þeim sem eyða jörðina“. – Opinberunarbókin 11:18.

 Biblían sýnir fram á að Guð bæði geti og ætli að vernda jörðina gegn hamförum af völdum umhverfisspjalla.

  •   „[Guð] stillir storminn og öldur hafsins lægir.“ (Sálmur 107:29) Guð hefur vald yfir náttúruöflunum. Hann getur lagað umhverfisvandann svo að fólk þurfi ekki lengur að þjást vegna veðuröfga.

  •   „Þú annast jörðina, gerir hana frjósama og gjöfula.“ (Sálmur 65:9) Í framtíðinni mun Guð blessa jörðina þannig að hún verður að paradís.

 Biblían lofar því að umhverfisvandinn verði leystur. Nánari upplýsingar um það má finna í greininni „Hver mun bjarga jörðinni?