Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

HALTU VÖKU ÞINNI

Hitamet slegin um allan heim – hvað segir Biblían?

Hitamet slegin um allan heim – hvað segir Biblían?

 Hitamet voru slegin um allan heim í júlí 2022.

  •   „Í Kína er varað við ofsahita í næstum 70 borgum í annarri hitabylgjunni í þessum mánuði.“ – Fréttastofa CNN, 25. júlí 2022.

  •   „Skógareldar geisa og hitamet slegin víða um Evrópu.“ – The Guardian, 17. júlí 2022.

  •   „Hitamet slegin í mörgum borgum Bandaríkjanna á sunnudag í hitabylgju sem gekk yfir austurströndina og hluta Suður- og Miðvesturríkjanna.“ – The New York Times, 24. júlí 2022.

 Hvað þýðir allt þetta? Verður jörðin óbyggileg þegar fram líða stundir? Hvað segir Biblían?

Er spáð fyrir um hitabylgjur í Biblíunni?

 Já, hitabylgjur koma heim og saman við það sem spáð er í Biblíunni að eigi að gerast á okkar tímum. Jesús sagði til dæmis fyrir að við myndum sjá ,ógnvekjandi atburði‘. (Lúkas 21:11) Margir óttast að hlýnun jarðar af mannavöldum eigi eftir að gera jörðina óbyggilega.

Verður jörðin óbyggileg?

 Nei, Guð skapaði jörðina til að vera varanlegt heimili mannkyns. (Sálmur 115:16; Prédikarinn 1:4) Hann leyfir ekki mönnum að eyðileggja hana heldur mun hann „eyða þeim sem eyða jörðina“ eins og hann hefur lofað. – Opinberunarbókin 11:18.

 Lítum á tvo spádóma sem sýna hverju Guð hefur lofað auk þessa:

  •   „Óbyggðirnar og skrælnað landið munu fagna, eyðisléttan gleðjast og blómstra eins og saffrankrókus.“ (Jesaja 35:1) Guð leyfir ekki að jörðin verði óbyggileg eyðimörk heldur lagfærir hann það sem hefur orðið fyrir skemmdum.

  •   „Þú annast jörðina, gerir hana frjósama og gjöfula.“ (Sálmur 65:9) Með blessun Guðs verður jörðin paradís.

 Nánari upplýsingar um það hverju spáð var í Biblíunni um loftslagsbreytingar er að finna í greininni „Loftslagsbreytingar og framtíð okkar – hvað segir Biblían?

 Biblían lofar að þær skemmdir sem orðið hafa á vistkerfi jarðar verði bættar. Nánari upplýsingar um það er að finna í greininni „Hver mun bjarga jörðinni?