Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Manuel Reino Berengui/DeFodi Images via Getty Images

HALTU VÖKU ÞINNI

Getur HM í raun sameinað fólk? – Hvað segir Biblían?

Getur HM í raun sameinað fólk? – Hvað segir Biblían?

 Áætlað er að um fimm milljarðar manna horfi á HM í fótbolta sem er haldið 20. nóvember til 18. desember 2022. Mörgum finnst slíkir íþróttaviðburðir geta áorkað miklu meiru en bara að sameina fólk sem áhorfendur.

  •   „Íþróttir geta breytt heiminum. Þær geta hvatt til dáða. Þær geta sameinað fólk á einstakan hátt.“ – Nelson Mandela, fyrrverandi forseti Suður-Afríku.

  •   „Fótbolti … sameinar í von, hann sameinar í gleði, hann sameinar í ástríðu, hann sameinar í kærleika og auk þess í fjölbreytileika.“ – Gianni Infantino, forseti FIFA. a

 Getur HM eða einhver annar íþróttaviðburður náð svona háleitum markmiðum? Er einhver von um frið og einingu?

Er HM uppspretta einingar?

 Heimsmeistarakeppnin í ár hefur snúist um meira en fótbolta. Leikirnir hafa hrint af stað þjóðfélagslegum og stjórnmálalegum deilum um mannréttindi, kynþáttahatur og efnahagslegt misrétti.

 Samt finnst mörgum alþjóðlegir íþróttaviðburðir eins og HM ánægjuleg afþreying. En þessir viðburðir geta ekki veitt heiminum varanlega einingu, sama hversu heitt menn óska þess. Öllu heldur endurspegla þeir oft sundrandi viðhorf og verk sem Biblían sagði að myndu einkenna þann tíma sem kallast ,síðustu dagar‘. – 2. Tímóteusarbréf 3:1–5.

Raunveruleg von um sameinaðan heim

 Biblían veitir raunverulega von um einingu um allan heim. Hún lofar að allir á jörðinni verði sameinaðir undir himneskri stjórn sem kallast „ríki Guðs“. – Lúkas 4:43; Matteus 6:10.

 Konungur Guðsríkis, Jesús Kristur, sér til þess að það verði friður um allan heim. Í Biblíunni segir:

  •   „Hinn réttláti [mun] blómstra og friðurinn verður allsráðandi.“ – Sálmur 72:7.

  •   „Hann bjargar hinum fátæka sem hrópar á hjálp … Hann frelsar þá undan kúgun og ofbeldi.“ – Sálmur 72:12, 14.

 Nú þegar hefur kennsla Jesú sameinað milljónir manna í 239 löndum. Þeir hafa sagt skilið við hatur. Frekari upplýsingar er að finna í greinaröðinni „Vítahringur haturs rofinn“.

a Fédération Internationale de Football Association, Alþjóðaknattspyrnusambandið.