Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Kim Steele/The Image Bank via Getty Images

Hvað mun ríki Guðs gera varðandi efnahagsvandann?

Hvað mun ríki Guðs gera varðandi efnahagsvandann?

 Víða um heim eiga margir erfitt með að láta enda ná saman – og það verður sífellt erfiðara.

  •   Samkvæmt nýlegri alþjóðlegri skýrslu a hefur „kaupmáttur mánaðarlauna hrapað verulega“. Varað er við því að ef ekkert verður gert muni „ójöfnuður aukast“ og „lífskjör margs vinnandi fólks og fjölskyldna þeirra“ versna.

 Geta stjórnvöld tekið á þessum vaxandi efnahagsvanda eða leyst hann?

 Biblían bendir á að til sé ríkisstjórn sem getur og mun leysa allan efnahagsvanda, þar á meðal ójöfnuð. Í henni stendur að ‚Guð himinsins muni stofnsetja ríki,‘ en þetta ríki tekur stjórnina og leysir öll vandamál jarðar. (Daníel 2:44) Undir þessari stjórn gleymist enginn eða verður út undan. (Sálmur 9:18) Ríki Guðs mun tryggja að allir þegnar þess hafi það sem þeir þurfa til að njóta hamingju. Allir geta þá notið umbunar erfiðis síns. – Jesaja 65:21, 22.

a Alþjóðavinnumálastofnunin, Global Wage Report 2022–23.