Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Chris McGrath/Getty Images

Hvað mun ríki Guðs gera varðandi stríð?

Hvað mun ríki Guðs gera varðandi stríð?

 Stríð halda áfram að valda heilmikilli eyðileggingu, kvöl og þjáningum. Taktu eftir þessum fréttum:

  •   „Nýlegar tölur sýna að fleiri dóu vegna stríðsátaka í fyrra en á nokkru öðru ári síðastliðin 28 ár. Það er að miklu leyti vegna stríðanna í Úkraínu og Eþíópíu.“ – Peace Research Institute Oslo, 7. júní 2023.

  •   „Stríðið í Úkraínu er aðeins eitt dæmi um átök sem hörðnuðu árið 2022. Ofbeldi af pólitískum toga jókst um 27% á heimsvísu í fyrra og áætlað er að það hafi haft áhrif á 1,7 milljarð manna.“ – The Armed Conflict Location & Event Data Project (ACLED), 8. febrúar 2023.

 Biblían veitir von. Hún segir að „Guð himinsins [muni] stofnsetja ríki sem verður aldrei eytt.“ (Daníel 2:44) Með því ríki, eða stjórn, „stöðvar [Guð] stríð um alla jörð“. – Sálmur 46:9.