Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

sinceLF/E+ via Getty Images

HALTU VÖKU ÞINNI

Hver bjargar óbreyttum borgurum? – Hvað segir Biblían?

Hver bjargar óbreyttum borgurum? – Hvað segir Biblían?

 Í skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum segir:

  •   Frá 7.–23. október 2023 létu meira en 6.400 manns lífið og 15.200 særðust í átökunum í Gasa í Ísrael, og flestir þeirra voru óbreyttir borgarar. Auk þess hafa hundruð þúsunda þurft að leggjast á flótta.

  •   Þann 24. september 2023 höfðu 9.701 óbreyttur borgari í Úkraínu látið lífið og 17.748 særst vegna stríðsins milli Rússlands og Úkraínu.

 Hvaða von veitir Biblían þeim sem þjást vegna styrjalda?

Ástæða til að vera vonglöð

 Í Biblíunni segir um Guð: „Hann stöðvar stríð um alla jörð“. (Sálmur 46:9) Hann lætur himneska ríkisstjórn, eða ríki, koma í stað allra mannlegra ríkisstjórna. (Daníel 2:44) Ríki Guðs veitir mannkyninu lausn.

 Taktu eftir hvað Jesús Kristur konungur Guðsríkis á eftir að gera:

  •   „Hann bjargar hinum fátæka sem hrópar á hjálp, hinum bágstadda og þeim sem enginn hjálpar. Hann mun finna til með bágstöddum og snauðum og bjarga lífi fátækra. Hann frelsar þá undan kúgun og ofbeldi.“ – Sálmur 72:12–14.

 Með ríki sínu mun Guð algerlega þurrka út þær hörmungar og þjáningar sem styrjaldir og ofbeldi valda.

  •   „Hann mun þerra hvert tár af augum þeirra og dauðinn verður ekki til framar. Engin sorg, angistaróp né kvöl verður heldur til. Það sem áður var er horfið.“ – Opinberunarbókin 21:4.

 Bráðlega tekur ríki Guðs í taumana hér á jörðinni. Biblían sagði fyrir um ‚stríðsátökin í grennd og í fjarska‘ sem við sjáum núna. (Matteus 24:6) Þetta og fleira gefur til kynna að við lifum á „síðustu dögum“ mannlegra stjórna. – 2. Tímóteusarbréf 3:1.