Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Vinstri: Olena Yefremkina/stock.adobe.com; miðja: lunamarina/stock.adobe.com; hægri: Rido/stock.adobe.com

HALTU VÖKU ÞINNI

Hverjum getur þú treyst? – Hvað segir Biblían?

Hverjum getur þú treyst? – Hvað segir Biblían?

 Fólk er vonsvikið þegar þeir sem eiga að vera traustsins verðir bregðast því. Margir eru hættir að treysta …

  •   stjórnmálamönnum sem setja hagsmuni sína framar þörfum fólksins.

  •   fréttamiðlum sem segja ekki satt og rétt frá fréttum.

  •   vísindamönnum sem vinna ekki í þágu almennings.

  •   trúarleiðtogum sem eru á kafi í að styðja stjórnmál frekar en að vera málsvarar Guðs.

 Það er eðlilegt að fólk sé í vafa um hverjum sé hægt að treysta. Biblían gefur þessa viðvörun:

  •   „Treystið ekki valdamönnum né manni sem engum getur bjargað.“ – Sálmur 146:3.

Sá sem þú getur treyst

 Biblían bendir á hverjum þú getur treyst – Jesú Kristi. Hann var ekki bara góður maður sem lifði á jörðu fyrir mörgum öldum. Guð útnefndi Jesú til að „ríkja sem konungur … og ríki hans líður aldrei undir lok“. (Lúkas 1:32, 33) Jesús er konungur Guðsríkis, ríkisstjórn sem stjórnar nú frá himni. – Matteus 6:10.