Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

alashi/DigitalVision Vectors via Getty Images

HALTU VÖKU ÞINNI

Hvers vegna er svona mikið hatur í heiminum? – Hvað segir Biblían?

Hvers vegna er svona mikið hatur í heiminum? – Hvað segir Biblían?

 Hatursorðræður, hatursglæpir, þjóðernisátök og styrjaldir eru yfirgnæfandi í fréttunum.

  •   „Hatursorðræður hafa náð hámarki á samfélagsmiðlum og stríðið milli Ísraels og Gasa á sinn þátt í því. Öfgamenn ýta einnig undir þetta hatur.“ – The New York Times, 15. nóvember 2023.

  •   „Frá 7. október höfum við séð átakanlegan vöxt í hatri, hatursorðræðum og hatursglæpum.“ – Dennis Francis, forseti Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna, 3. nóvember 2023.

 Hatursfull orð, ofbeldi og styrjaldir eru ekki ný af nálinni. Biblían lýsir reyndar fólki til forna sem „[miðaði] illskeyttum orðum sínum eins og örvum“ og sóttist eftir styrjöldum og ofbeldi. (Sálmur 64:3; 120:7; 140:1) En Biblían segir að hatrið sem við sjáum nú á dögum hafi ákveðna þýðingu.

Hatur – merki þeirra tíma sem við lifum á

 Biblían greinir frá tveim ástæðum fyrir því hve algengt hatur er nú á tímum.

  1.  1. Hún sagði fyrir þá tíma sem ‚kærleikur flestra myndi kólna‘. (Matteus 24:12) Í stað þess að sýna kærleika myndu flestir búa yfir eiginleikum sem ýta undir hatur. – 2. Tímóteusarbréf 3:1–5.

  2.  2. Hatrið sem við sjáum núna endurspeglar illgjörn og slæm áhrif Satans Djöfulsins. Biblían segir að ‚allur heimurinn sé á valdi hins vonda‘. – 1. Jóhannesarbréf 5:19; Opinberunarbókin 12:9, 12.

 En Biblían segir líka að Guð muni brátt eyða því sem veldur hatri. Hann mun auk þess gera að engu allar þær þjáningar sem hatur hefur valdið. Í Biblíunni er þetta loforð:

  •   Guð „mun þerra hvert tár af augum þeirra og dauðinn verður ekki til framar. Engin sorg, angistaróp né kvöl verður heldur til. Það sem áður var er horfið.“ – Opinberunarbókin 21:4.