Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Yan Zabolotnyi/stock.adobe.com

HALTU VÖKU ÞINNI

Illska magnast um allan heim – hvað segir Biblían?

Illska magnast um allan heim – hvað segir Biblían?

 Glæpagengi hafa Haítí á valdi sínu með ofbeldi. Ofbeldisglæpir tröllríða Suður-Afríku, Mexíkó og öðrum rómansk-amerískum löndum. Og jafnvel þar sem dregið hefur úr ofbeldi valda fréttir af fjármunabrotum óöryggi og kvíða.

 Hvað segir Biblían um illskuna um allan heim?

Það sem Biblían sagði fyrir um illsku

 Biblían sagði fyrir að illska yrði hluti af tákni um „lokaskeið þessarar heimsskipanar“. (Matteus 24:3) Jesús Kristur talaði um atburðina sem myndu einkenna táknið:

  •   „Vegna þess að illskan magnast mun kærleikur flestra kólna.“ – Matteus 24:12.

 Biblían sagði líka fyrir að „á síðustu dögum“ hefði fólk ‚enga sjálfstjórn, yrði grimmt og elskaði ekki hið góða‘. (2. Tímóteusarbréf 3:1–5) Slíkir eiginleikar ýta undir illskuna sem við sjáum í heiminum í dag.

 En við höfum ástæðu til að vera vongóð. Biblían lofar að bráðlega verði illskan afmáð.

  •   „Innan skamms eru vondir menn ekki lengur til, þegar þú lítur þangað sem þeir voru eru þeir horfnir. En hinir auðmjúku erfa jörðina og gleðjast yfir miklum friði.“ – Sálmur 37:10, 11.

 Kynntu þér betur vonarboðskap Biblíunnar og hvernig þú getur verið viss um að atburðirnir sem við sjáum nú á dögum séu að uppfylla spádóma Biblíunnar. Lestu eftirfarandi greinar.

 Sönn von um bjartari framtíð

 Hvert er tákn hinna ‚síðustu daga‘ eða ‚tíma endalokanna‘?

 Sagði Biblían fyrir um hugsunarhátt og hegðun fólks á okkar tímum?