Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

alfa27/stock.adobe.com

BOÐUNARÁTAK FYRIR MINNINGARHÁTÍÐINA

Jesús mun binda enda á glæpi

Jesús mun binda enda á glæpi

 Jesús þekkir hvað það er að þjást vegna glæpa og óréttlætis. Án þess að hafa nokkuð til saka unnið var hann ákærður, barinn, leiddur fyrir rétt, dæmdur og tekinn af lífi á kvalafullan hátt. Þótt hann væri saklaus var hann fús til að „gefa líf sitt sem lausnargjald fyrir marga“. (Matteus 20:28; Jóhannes 15:13) Núna er hann konungur í ríki Guðs og mun innan skamms koma á réttlæti um alla jörðina og binda enda á glæpi í eitt skipti fyrir öll. – Jesaja 42:3.

 Biblían lýsir því hvernig heimurinn verður eftir að Jesús grípur til aðgerða:

  •   „Innan skamms eru vondir menn ekki lengur til, þegar þú lítur þangað sem þeir voru eru þeir horfnir. En hinir auðmjúku erfa jörðina og gleðjast yfir miklum friði.“ – Sálmur 37:10, 11.

 Hvernig getum við sýnt að við séum þakklát fyrir allt sem Jesús hefur gert og ætlar að gera fyrir okkur? Í Lúkasi 22:19 segir Jesús fylgjendum sínum að minnast dauða síns. Þess vegna safnast vottar Jehóva saman á dánardegi hans á hverju ári. Við bjóðum þér að minnast dauða Jesú með okkur sunnudaginn 24. mars 2024.

Finna minningarhátíð