Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

YURI LASHOV/AFP via Getty Images

HALTU VÖKU ÞINNI

Kristnir menn og stríð – hvað segir Biblían?

Kristnir menn og stríð – hvað segir Biblían?

 Margir leiðtogar kristninnar kynda undir stríði eins og átökin í Úkraínu hafa leitt í ljós. Taktu eftir hvernig prestar beggja vegna víglínunnar hvetja hermenn sína til dáða:

  •   „Allir hermenn okkar sem verja föðurland sitt, Úkraínu, fyrir árásarmönnunum eiga mikinn heiður og þakkir skildar … Við styðjum ykkur heils hugar og þið eru ávallt í bænum okkar.“ – Epifaníus I., erkibiskup af Kyiv, eins og haft er eftir honum í The Jerusalem Post, 16. mars 2022.

  •   „Leiðtogi rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar hélt guðsþjónustu fyrir rússneska hermenn síðastliðinn sunnudag og hvatti þá til að verja land sitt ,eins og Rússum einum er lagið‘, en ekkert lát er á innrás Moskvu í Úkraínu.“ – Fréttastofa Reuters, 3. apríl 2022.

 Ættu kristnir menn að taka þátt í stríði? Hvað segir Biblían?

Hvað segir Biblían?

 Af Biblíunni má sjá að sannir fylgjendur Jesú Krists taka ekki þátt í hernaði.

  •   „Stingdu sverðinu aftur í slíðrin því að allir sem bregða sverði munu falla fyrir sverði.“ – Matteus 26:52.

     Er hægt að segja að þeir sem leggja blessun sína yfir stríð eða berjast í stríði fylgi þessum fyrirmælum Jesú?

  •   „Ég gef ykkur nýtt boðorð, að þið elskið hver annan. Elskið hver annan eins og ég hef elskað ykkur. Allir munu vita að þið eruð lærisveinar mínir ef þið berið kærleika hver til annars.“ – Jóhannes 13:34, 35.

     Er hægt að segja að þeir sem taka afstöðu í stríði sýni þann kærleika sem Jesús sagði að ætti að einkenna fylgjendur sína?

 Lestu greinina „Is War Compatible With Christianity?“ til að læra meira.

Kristnir menn og stríð nútímans

 Er raunhæft að ætla að kristnir menn taki ekki þátt í hernaði nú á dögum? Já. Biblían sagði fyrir að á okkar dögum, tímabili sem hún kallar ,síðustu daga‘, yrði fólk af öllum þjóðum sem myndi ekki „læra hernað framar“ og þannig hlýða fyrirmælum Jesú. – Jesaja 2:2, 4.

 Innan skamms mun Jehóva, a „Guð friðarins“, frelsa fólk „undan kúgun og ofbeldi“ fyrir atbeina himneskrar stjórnar sinnar. – Filippíbréfið 4:9; Sálmur 72:14.

a Jehóva er nafn Guðs. – Sálmur 83:18.