Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

HALTU VÖKU ÞINNI

Aukinn matarskortur vegna stríðsins í Úkraínu

Aukinn matarskortur vegna stríðsins í Úkraínu

 Meira en 75 háttsettir embættismenn tjáðu öryggisráði Sameinuðu þjóðanna þann 19. maí 2022 að „matarskortur í heiminum, sem hefur þegar aukist í kjölfar COVID-19-faraldursins og loftslagsbreytinga, valdi nú hungursneyð víða um heim vegna stríðsins í Úkraínu“. Stuttu síðar var sagt í The Economist að „stríðið steypti brothættum heimi í hungursneyð“. Biblían sagði fyrir að matarskortur myndi einkenna okkar tíma en hún veitir líka hjálp til að takast á við hann.

Biblían sagði fyrir um matarskort

  •   Jesús spáði: „Þjóð mun ráðast gegn þjóð og ríki gegn ríki. Það verða hungursneyðir.“Matteus 24:7.

  •   Opinberunarbókin lýsir fjórum táknrænum knöpum. Einn þeirra táknar hernað. Á eftir honum er annar sem táknar hungursneyð á tímabili þar sem matur yrði af skornum skammti og seldur á okurverði. „Ég sá svartan hest og sá sem sat á honum hélt á vogarskálum í hendinni. Ég heyrði eitthvað sem líktist rödd … Hún sagði: ,Lítri af hveiti fyrir denar a og þrír lítrar af byggi fyrir denar.‘“ – Opinberunarbókin 6:5, 6.

 Spádómar Biblíunnar um matarskort eru að rætast núna, á þeim tíma sem Biblían kallar ,síðustu daga‘. (2. Tímóteusarbréf 3:1) Horfðu á myndbandið Heimurinn hefur breyst frá árinu 1914 og lestu greinina „Riddararnir fjórir – hverjir eru þeir?“ til að læra meira um hina „síðustu daga“ og reið knapanna fjögurra.

Biblían veitir hjálp

  •   Í Biblíunni er að finna hagnýt ráð sem geta hjálpað okkur að takast á við erfiðar aðstæður, þar á meðal hækkandi matarverð og jafnvel matarskort. Þú getur séð dæmi um slík ráð í greininni „Hvernig er hægt að komast af með minna?“.

  •   Biblían veitir líka von um að ástandið muni batna. Hún lofar að sá tími komi að ,gnóttir korns verði á jörðinni‘ og að allir hafi nóg að borða. (Sálmur 72:16) Lestu greinina „Sönn von um bjartari framtíð“ til að læra meira um vonina sem Biblían veitir og hvers vegna þú getur treyst að hún verði að veruleika.

a Denar var rómverskur silfurpeningur sem jafngilti daglaunum.