Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

HALTU VÖKU ÞINNI

Skotárásir í skólum – hvað segir Biblían?

Skotárásir í skólum – hvað segir Biblían?

 Hörmulegur atburður átti sér stað í smábænum Uvalde í Texas í Bandaríkjunum 24. maí 2022. Að sögn New York Times „skaut maður vopnaður skotvopnum 19 börn og tvo kennara til bana … í Robb-grunnskólanum“.

 Hræðilegir atburðir eins og þessi gerast oft. USA Today greinir frá að í Bandaríkjunum „hafi 249 skotárásir átt sér stað í skólum á síðasta ári, en það eru fleiri en nokkurt ár síðan 1970“.

 Hvers vegna eru framin slík voðaverk? Hvað getur hjálpað okkur þegar þau gerast? Tekur ofbeldið einhvern tíma enda? Biblían veitir svör.

Hvers vegna eykst ofbeldið í heiminum?

 Margir velta fyrir sér hvers vegna Guð kemur ekki í veg fyrir hræðilega atburði eins og skotárásir í skólum. Lestu það sem Biblían segir um það í greininni „Bad Things Happen to Good People – Why?

Hvað getur hjálpað okkur þegar voðaverk eru framin?

  •   „Allt sem var skrifað áður var skrifað til að við gætum lært af því og haldið voninni vegna … þeirrar huggunar sem Ritningarnar veita.“ – Rómverjabréfið 15:4.

 Biblían getur hjálpað þér að halda út í ofbeldisfullum heimi. Þú getur fengið frekari upplýsingar í greinaröð í tímaritinu Vaknið! sem ber heitið „Tekur ofbeldið einhvern tíma enda?

 Lestu greinina „Disturbing News Reports and Your Children“ til að sjá hvernig foreldrar geta hjálpað börnum sínum þegar þau sjá eða heyra um hræðilega atburði í fréttum.

Tekur ofbeldið einhvern tíma enda?

  •   „Hann frelsar þá undan kúgun og ofbeldi.“ – Sálmur 72:14.

  •   „Þær [þjóðirnar] munu smíða plógjárn úr sverðum sínum og garðhnífa úr spjótum sínum. Engin þjóð mun beita sverði gegn annarri þjóð né læra hernað framar.“ – Jesaja 2:4.

 Guð á eftir að gera það sem er mönnum um megn. Ríkisstjórn hans á himni mun eyða öllum vopnum og binda enda á allt ofbeldi. Lestu greinina „Undir stjórn Guðsríkis verður ,friður og farsæld‘“ til að læra meira um það sem ríki Guðs mun áorka.