Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

HALTU VÖKU ÞINNI

Skotárásir skekja heiminn – hvað segir Biblían?

Skotárásir skekja heiminn – hvað segir Biblían?

 Átakanlegar skotárásir áttu sér stað víða um heim í júlí 2022:

  •   „Japanska þjóðin er í áfalli eftir morðið á einum þekktasta stjórnmálamanni landsins [Shinzo Abe fyrrverandi forsætisráðherra] og hefur það einnig vakið óhug um heim allan, sérstaklega þar sem glæpatíðni er lág þar í landi og löggjöf um skotvopn mjög ströng.“ – The Japan Times, 10. júlí 2022.

  •   „Danir eru í áfalli eftir að árásarmaður skaut þrjá til bana í verslunarmiðstöð í Kaupmannahöfn.“ – Reuters, 4. júlí 2022.

  •   „Suður-Afríka: 15 manns látnir eftir að árásarmenn hófu skothríð á bar í bænum Soweto.“ – The Guardian, 10. júlí 2022.

  •   „Rúmlega 220 manns létu lífið í skotárásum um þjóðhátíðarhelgina í Bandaríkjunum.“ – Fréttastofa CBS, 5. júlí 2022.

 Er einhver von um að slíkt ofbeldi taki enda? Hvað segir Biblían?

Ofbeldi tekur enda

 Biblían segir að við lifum á „síðustu dögum“ og að fólk myndi vera grimmilegt, miskunnarlaust og ofsafengið á þessum tíma. (2. Tímóteusarbréf 3:1, 3) Þess konar hegðun gerir að verkum að fólk býr við ótta. (Lúkas 21:11) En Biblían lofar því að ofbeldi taki enda og að fólk fái að „búa í friðsælu landi, í öruggu húsnæði og á kyrrlátum hvíldarstöðum“. (Jesaja 32:18) Hvernig líður ofbeldið undir lok?

 Guð fjarlægir hina illu og eyðir öllum vopnum.

  •   „Hinum illu verður útrýmt af jörðinni.“ – Orðskviðirnir 2:22.

  •   „[Guð] stöðvar stríð um alla jörð. Hann brýtur bogann, mölvar spjótið, brennir stríðsvagna í eldi.“ – Sálmur 46:9.

 Guð ræðst á rót vandans með því að kenna fólki að lifa í friði.

  •   „Enginn mun gera neitt illt né valda skaða á mínu heilaga fjalli því að jörðin verður full af þekkingu á Jehóva eins og vatn hylur sjávardjúpið.“ – Jesaja 11:9.

  •   Guð kennir fólki um allan heim nú þegar að beita ekki ofbeldi eða taka sér vopn í hönd. Hann segir því að „smíða plógjárn úr sverðum sínum og sniðla úr spjótum sínum“. – Míka 4:3.

 Nánari upplýsingar um loforð Biblíunnar um heim án ótta má finna í greininni „Freedom From Fear – Is It Possible?

 Nánari upplýsingar um varanlega lausn á ofbeldisvandanum má finna í greininni „Peace on Earth at Last!