HALTU VÖKU ÞINNI
Hvað segir Biblían um að dýrka skurðgoð?
Fréttaþjónusta kaþólsku kirkjunnar greindi frá því að þann 25. mars 2022 hafi Francis páfi staðið frammi fyrir líkneski af Maríu í Péturskirkjunni. Hann „var með lokuð augu og laut höfði í hljóðri bæn“ þar sem hann „sárbændi Maríu“ um frið. Fréttatilkynning frá Vatíkaninu segir jafnframt að „páfinn hafi beðið til hins syndlausa hjarta Maríu fyrir helgun mannkynsins, einkum Rússlands og Úkraínu.“
Hvernig lítur þú á málið? Er rétt að biðja frammi fyrir líkneskjum eða að nota þau við tilbeiðslu? Hugleiddu eftirfarandi vers í Biblíunni:
„Þú skalt ekki gera þér úthöggvið líkneski eða eftirmynd af nokkru sem er uppi á himnum, niðri á jörðinni eða í vötnunum. Þú skalt ekki falla fram fyrir þeim né láta tælast til að þjóna þeim því að ég, Jehóva Guð þinn, er Guð sem krefst óskiptrar hollustu.“ – 2. Mósebók 20:4, 5. a
„Skurðgoð þeirra eru silfur og gull, handaverk manna. Þau hafa munn en geta ekki talað, augu en geta ekki séð. Þau hafa eyru en geta ekki heyrt, nef en finna enga lykt. Þau hafa hendur en geta ekki gripið, fætur en geta ekki gengið. Úr barka þeirra kemur ekkert hljóð. Þeir sem búa þau til verða eins og þau og sömuleiðis allir sem treysta á þau.“ – Sálmur 115:4–8.
„Ég er Jehóva, það er nafn mitt. Ég gef engum öðrum af dýrð minni né úthöggnum líkneskjum það lof sem mér ber.“ – Jesaja 42:8, neðanmáls.
„Þið skuluð … flýja skurðgoðadýrkun.“ – 1. Korintubréf 10:14.
„Varið ykkur á skurðgoðum.“ – 1. Jóhannesarbréf 5:21.
Til að fá frekari upplýsingar um hvað Biblían segir um að nota líkneski í tilbeiðslu vísast í greinina: „The Bibles Viewpoint – Images“ eða myndbandið Er Guð samþykkur notkun líkneskja við tilbeiðslu?
Eftirfarandi greinar gætu líka vakið áhuga þinn:
Rétthafi myndar: Vincenzo Pinto/AFP via Getty Images
a Jehóva er nafn Guðs. (Sálmur 83:18) Sjá greinina „Hver er Jehóva?“