Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Rui Almeida Fotografia/Moment via Getty Images

HALTU VÖKU ÞINNI

Ofbeldi í stjórnmálum – hvað segir Biblían?

Ofbeldi í stjórnmálum – hvað segir Biblían?

 Ofbeldi í stjórnmálum gengur eins og flóðbylgja yfir heiminn.

  •   Meðan kosningabarátta stóð yfir í Mexíkó 2023–2024 voru 39 frambjóðendur ráðnir af dögum og hafa þeir aldrei verið fleiri. Þá er ótalið annað ofbeldi í stjórnmálum sem átti sér stað.

  •   Evrópa hefur líka fengið sinn skerf af ofbeldi í stjórnmálum upp á síðkastið. Meðal annars var reynt að ráða forsætisráðherra Slóvakíu af dögum 15. maí síðastliðinn.

  •   Bandaríkjamönnum var brugðið þegar reynt var að ráða Donald Trump, fyrrverandi forseta, af dögum 13. júlí 2024.

 Af hverju er svona mikið ofbeldi í stjórnmálum? Tekur það einhvern tíma enda? Hvað segir Biblían?

Spáð var um sundrungu í stjórnmálum

 Biblían sagði fyrir að á okkar tímum, sem hún kallar ‚síðustu daga‘, myndu margir temja sér hugarfar sem ýtti undir ofbeldi og sundrungu.

  •   „Á síðustu dögum verða hættulegir og erfiðir tímar. Menn verða … vanþakklátir, ótrúir … ósáttfúsir … grimmir … sviksamir, þverir, yfirlætisfullir.“ – 2. Tímóteusarbréf 3:1–4.

 Biblían sagði líka fyrir að óeirðir, uppreisnir og ólga í stjórnmálum yrði algeng á þessu tímabili. (Lúkas 21:9, neðanmáls) En ofbeldi og sundrung í stjórnmálum á eftir að taka enda.

Ofbeldi í stjórnmálum tekur enda

 Í Biblíunni segir að Guð eigi eftir að ryðja stjórnum manna úr vegi og himnesk stjórn hans muni taka við.

  •   „Guð himinsins [mun] stofnsetja ríki sem … molar öll þessi ríki og gerir þau að engu en það eitt mun standa að eilífu.“ – Daníel 2:44.

 Ríki Guðs mun sameina fólk og koma á friði um allan heim.

  •   Stjórnandi þess, Jesús Kristur, er kallaður „Friðarhöfðingi“ og hann mun tryggja að ‚friðurinn taki engan enda‘. – Jesaja 9:6, 7.

  •   Þegnar þess eru nú þegar að læra að lifa í friði. Biblían útskýrir að þeir muni „smíða plógjárn úr sverðum sínum og garðhnífa úr spjótum sínum. Engin þjóð mun beita sverði gegn annarri þjóð né læra hernað framar.“ – Jesaja 2:3, 4.

 Nánari upplýsingar er að finna í greininni „Hverju kemur ríki Guðs til leiðar?“ og myndbandinu Hvað er ríki Guðs?