Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

hadynyah/E+ via Getty Images

HALTU VÖKU ÞINNI

Stríð og loftslagsbreytingar ýta undir matvælaskort – hvað segir Biblían?

Stríð og loftslagsbreytingar ýta undir matvælaskort – hvað segir Biblían?

 Stríðið í Úkraínu og áhrif loftslagsbreytinga stórauka matvælaskort í heiminum, sérstaklega í þróunarlöndum þar sem margir eiga varla til hnífs og skeiðar.

  •   „Stríðsátök, loftslagsbreytingar, orkuverð og fleira takmarkar framleiðslu og framboð matvæla.“ – António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, 17. júlí 2023.

  •   „Rússar sögðu sig nýlega frá samningi um útflutning á korni. Sérfræðingar spá að það muni draga úr fæðuöryggi í heiminum og leiða til þess að matvælaverð hækki í löndum þar sem tekjur eru lágar, sérstaklega í Norður-Afríku og Mið-Austurlöndum.“ – Atalayar.com, 23. júlí 2023.

 Hvað segir Biblían um matvælaskort og framtíðina?

Biblían spáði matvælaskorti

  •   Jesús sagði: „Þjóð mun ráðast gegn þjóð og ríki gegn ríki. Það verða hungursneyðir.“Matteus 24:7.

  •   Í Opinberunarbók Biblíunnar er sagt frá fjórum táknrænum reiðmönnum. Einn þeirra táknar hernað. Á hæla hans kemur annar sem táknar hungursneyð, tíma þegar matvæli yrðu skömmtuð og seld á okurverði. „Ég sá svartan hest og sá sem sat á honum hélt á vogarskálum í hendinni. Ég heyrði eitthvað sem líktist rödd … Hún sagði: ‚Lítri af hveiti fyrir denar [denar jafngilti daglaunum] og þrír lítrar af byggi fyrir denar.‘“ – Opinberunarbókin 6:5, 6.

 Þessir spádómar Biblíunnar um matvælaskort eru að rætast núna á því tímabili sem hún kallar ‚síðustu daga‘. (2. Tímóteusarbréf 3:1) Til að fá nánari upplýsingar um ‚síðustu daga‘ og reiðmennina fjóra í Opinberunarbókinni geturðu horft á myndbandið Heimurinn hefur breyst frá árinu 1914 og lesið greinina „Riddararnir fjórir – hverjir eru þeir?

Hvernig getur Biblían hjálpað?

  •   Biblían gefur hagnýt ráð sem geta hjálpað okkur að takast á við erfiðar aðstæður, þar á meðal hækkandi matvælaverð eða jafnvel matarskort. Nokkur dæmi er að finna í greininni „Hvernig er hægt að komast af með minna?

  •   Biblían gefur okkur líka von um að ástandið eigi eftir að batna. Hún lofar að sá tími komi þegar „gnóttir korns verða á jörðinni“ og allir fá nóg að borða. (Sálmur 72:16) Til að kynna þér þessa von nánar og kanna hvers vegna þú getir treyst henni geturðu lesið greinina „Sönn von um bjartari framtíð“.