HALTU VÖKU ÞINNI
Stríð og loftslagsbreytingar ýta undir matvælaskort – hvað segir Biblían?
Stríðið í Úkraínu og áhrif loftslagsbreytinga stórauka matvælaskort í heiminum, sérstaklega í þróunarlöndum þar sem margir eiga varla til hnífs og skeiðar.
„Stríðsátök, loftslagsbreytingar, orkuverð og fleira takmarkar framleiðslu og framboð matvæla.“ – António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, 17. júlí 2023.
„Rússar sögðu sig nýlega frá samningi um útflutning á korni. Sérfræðingar spá að það muni draga úr fæðuöryggi í heiminum og leiða til þess að matvælaverð hækki í löndum þar sem tekjur eru lágar, sérstaklega í Norður-Afríku og Mið-Austurlöndum.“ – Atalayar.com, 23. júlí 2023.
Hvað segir Biblían um matvælaskort og framtíðina?
Biblían spáði matvælaskorti
Jesús sagði: „Þjóð mun ráðast gegn þjóð og ríki gegn ríki. Það verða hungursneyðir.“ – Matteus 24:7.
Í Opinberunarbók Biblíunnar er sagt frá fjórum táknrænum reiðmönnum. Einn þeirra táknar hernað. Á hæla hans kemur annar sem táknar hungursneyð, tíma þegar matvæli yrðu skömmtuð og seld á okurverði. „Ég sá svartan hest og sá sem sat á honum hélt á vogarskálum í hendinni. Ég heyrði eitthvað sem líktist rödd … Hún sagði: ‚Lítri af hveiti fyrir denar [denar jafngilti daglaunum] og þrír lítrar af byggi fyrir denar.‘“ – Opinberunarbókin 6:5, 6.
Þessir spádómar Biblíunnar um matvælaskort eru að rætast núna á því tímabili sem hún kallar ‚síðustu daga‘. (2. Tímóteusarbréf 3:1) Til að fá nánari upplýsingar um ‚síðustu daga‘ og reiðmennina fjóra í Opinberunarbókinni geturðu horft á myndbandið Heimurinn hefur breyst frá árinu 1914 og lesið greinina „Riddararnir fjórir – hverjir eru þeir?“
Hvernig getur Biblían hjálpað?
Biblían gefur hagnýt ráð sem geta hjálpað okkur að takast á við erfiðar aðstæður, þar á meðal hækkandi matvælaverð eða jafnvel matarskort. Nokkur dæmi er að finna í greininni „Hvernig er hægt að komast af með minna?“
Biblían gefur okkur líka von um að ástandið eigi eftir að batna. Hún lofar að sá tími komi þegar „gnóttir korns verða á jörðinni“ og allir fá nóg að borða. (Sálmur 72:16) Til að kynna þér þessa von nánar og kanna hvers vegna þú getir treyst henni geturðu lesið greinina „Sönn von um bjartari framtíð“.