HALTU VÖKU ÞINNI
Unglingum sem glíma við geðræn vandamál fjölgar ört – hvað segir Biblían?
Mánudaginn 13. febrúar 2023 gaf Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC) út skýrslu um geðheilbrigði unglinga þar í landi. Þar kemur fram að meira en 40 prósent framhaldsskólanema fundu mjög oft fyrir depurð eða vonleysi.
„Við höfum séð stefna í ógæfuátt með geðheilsu unglinga síðastliðinn áratug“, segir dr. Kathleen Ethier, forstjóri Adolescent and School Health (DASH) sem er deild innan CDC. „En unglingsstúlkum sem glíma við geðræn vandamál eða eru með sjálfsvígshugsanir eða -hegðun hefur fjölgað meira en nokkru sinni fyrr.“
Í skýrslunni kemur eftirfarandi fram:
Meira en ein af hverjum tíu stúlkum (14 prósent) hafði verið neydd gegn vilja sínum til að hafa kynmök. „Þetta er ógnvekjandi“, segir dr. Ethier. „Að minnsta kosti einni af hverjum tíu stúlkum sem maður þekkir hefur verið nauðgað.“
Næstum þriðja hver stúlka (30 prósent) hafði í alvöru hugsað um að stytta sér aldur.
Næstum þrjár af hverjum 5 stúlkum (57 prósent) fann mjög oft fyrir depurð eða vonleysi.
Þetta eru mjög dapurlegar tölur. Unglingsárin eiga að vera tími gleði og hamingju. Hvað getur hjálpað unglingum að þola álagið sem þeir verða fyrir? Hvað segir Biblían?
Biblían gefur unglingum hagnýt ráð
Biblían lýsir álagi nútímans á raunsæjan hátt og segir að þetta séu „hættulegir og erfiðir tímar“. (2. Tímóteusarbréf 3:1–5) En í Biblíunni er að finna sígild ráð sem hjálpa milljónum unglinga um allan heim að takast á við lífið þrátt fyrir erfiðleikana sem þeir mæta. Skoðaðu eftirfarandi greinar sem eru byggðar á Biblíunni.
Hjálp fyrir unglinga sem glíma við sjálfsvígshugsanir
Hjálp fyrir unglinga sem glíma við þunglyndi, depurð eða neikvæðar tilfinningar
Úr depurð í gleði (töfluteikning)
Hjálp fyrir unglinga sem eru lagðir í einelti eða neteinelti
Þú getur sigrast á einelti án þess að nota hnefana (töfluteikning)
Hjálp fyrir unglinga sem verða fyrir kynferðislegri áreitni og kynferðisofbeldi
Hvað þurfum við að vita um kynferðisofbeldi? – 1. hluti: Forvarnir
Hvað þurfum við að vita um kynferðisofbeldi? – 2. hluti: Að ná bata
Biblían gefur foreldrum hagnýt ráð
Biblían gefur líka foreldrum hagnýt ráð sem auðvelda þeim að aðstoða unglingana í að takast á við lífið. Skoðaðu eftirfarandi greinar sem eru byggðar á Biblíunni.
Children and Social Media – Part 1: Should My Child Use Social Media?
Children and Social Media – Part 2: Teaching Your Teenager Social Media Safety
Children and Smartphones – Part 1: Should My Child Have a Smartphone?
Börn og snjallsímar – 2. hluti: Að kenna börnunum skynsemi í sambandi við snjallsíma