HALTU VÖKU ÞINNI
Vantraust fólks til stjórnmálamanna – hvað segir Biblían?
Árið 2024 munu fleiri kosningar eiga sér stað en nokkru sinni fyrr. En traust margra til stjórnmálamanna fer minnkandi.
Meirihluti Bandaríkjamanna sem tóku þátt í könnun sögðu að „flestir stjórnmálamenn láti stjórnast af eigingirni“ frekar en löngun til að þjóna almenningi. a – Pew Research Center, 19. september 2023.
Margt ungt fólk treystir ekki heldur stjórnmálamönnum.
„Unglingar nú til dags eru oft uppteknir við að finna lausnir á mikilvægum vandamálum en segja í könnunum að stjórnmálamenn séu ekki að finna slíkar lausnir.“ – The New York Times, 29. janúar 2024.
„Könnun sýnir að ungt fólk treystir YouTube-stjörnum betur en stjórnmálamönnum.“ – The Korea Times, 22. janúar 2024.
Getum við treyst stjórnmálamönnum fyrir betri framtíð? Hverjum getum við treyst?
Gættu að því hverjum þú treystir
Það er skynsamlegt að íhuga vel hverjum maður treystir. Biblían segir: „Einfaldur maður trúir öllu en skynsamur maður íhugar hvert skref.“ – Orðskviðirnir 14:15.
Lestu greinina „Vertu á verði gagnvart röngum upplýsingum“ til að fá gagnleg ráð til að meta trúverðugleika upplýsinga.
Auk þess er takmarkað hvað stjórnmálamenn geta gert, þótt þeir séu heiðarlegir og meini vel. Þess vegna gefur Biblían þessa viðvörun:
„Treystið ekki valdamönnum né manni sem engum getur bjargað.“ – Sálmur 146:3.
Stjórnandi sem hægt er að treysta
Í Biblíunni kemur fram að Guð hefur skipað hæfan og áreiðanlegan stjórnanda – Jesú Krist. (Lúkas 1:32, 33) Jesús er konungur Guðsríkis, en það er stjórn sem ríkir á himnum. – Matteus 6:10.
Kynntu þér hvers vegna við getum treyst Jesú og hvað hann ætlar að gera varðandi þau vandamál sem við glímum við núna. Lestu greinarnar „Hver er konungur í ríki Guðs?“ og „Hverju kemur ríki Guðs til leiðar?“
a Pew Research Center, „Americans’ Dismal Views of the Nation’s Politics,“ september 2023.