Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

fcafotodigital/E+ via Getty Images

Vegan-lífsstíll – hvað segir Biblían?

Vegan-lífsstíll – hvað segir Biblían?

 Áhuginn á veganisma hefur stóraukist víða um heim.

  •   „Veganismi er hugmyndafræði og lífsstíll sem snýst um að forðast eftir fremsta megni að skaða dýr eða nota þau til matvælaframleiðslu, fataframleiðslu eða í öðrum tilgangi.“ – The Vegan Society.

 Sumir sem velja vegan-lífsstíl gera það ekki einungis vegna áhuga á velferð dýra heldur til að vernda umhverfið eða af heilsufarslegum eða trúarlegum ástæðum.

  •   „Ólíkt flestu mataræði er veganismi í augum margra heimspekileg afstaða, siðferðilegt val eða framlag einstaklingsins til að bæta heiminn.“ – Britannica Academic.

 Er veganismi lausnin á vandamálum jarðarinnar? Hvað segir Biblían?

Hvernig lítur skaparinn á menn og dýr?

 Biblían gefur til kynna að skapari okkar, Jehóva a Guð, líti á mennina sem æðri dýrunum og að hann hafi falið mönnunum umsjón með dýraríkinu. (1. Mósebók 1:27, 28) Síðar leyfði Guð mönnunum að nýta dýr sér til matar. (1. Mósebók 9:3) Hann leggur samt ekki blessun sína yfir illa meðferð á dýrum. – Orðskviðirnir 12:10.

 Samkvæmt Biblíunni er það persónulegt val hvers og eins hvort hann borðar kjöt. b Val okkar í þessum efnum hefur engin áhrif á það hvernig Guð lítur á okkur. (1. Korintubréf 8:8) Enginn ætti að gagnrýna annan fyrir þá ákvörðun sem hann tekur varðandi mataræði. – Rómverjabréfið 14:3.

Leiðin að betri framtíð

 Biblían sýnir skýrt að vandamál heimsins verði ekki leyst með því að við veljum okkur ákveðinn lífsstíl. Mörg þessara vandamála má rekja til stjórnmála-, þjóðfélags- og efnahagskerfa heimsins sem ekki er hægt að bæta. Biblían segir:

 Skapari okkar mun leysa þau vandamál sem við stöndum andspænis. Biblían lýsir með sterku myndmáli því sem hann á eftir að gera.

  •   „Ég sá nýjan himin og nýja jörð, en hinn fyrri himinn og hin fyrri jörð voru horfin og hafið var ekki lengur til.“ – Opinberunarbókin 21:1.

 Ríki Guðs mun leysa stjórnir manna af hólmi. ‚Nýr himinn‘, það er himnesk ríkisstjórn hans, mun taka við af ‚hinum fyrri himni‘. Ríki hans fjarlægir ‚hina fyrri jörð‘, það er að segja vont fólk, og ríkir síðan yfir ‚nýrri jörð‘, það er þeim sem fúslega lúta valdi þess.

 Undir stjórn Guðsríkis mun mannkynið loks læra að lifa í fullkominni sátt við dýrin og umhverfið. – Jesaja 11:6–9.

a Jehóva er nafn Guðs. – Sálmur 83:18.

b Biblían bannar hins vegar neyslu blóðs og segir: „Haldið ykkur frá … blóði.“ (Postulasagan 15:28, 29) Þetta merkir að við ættum hvorki að drekka blóð né borða kjöt sem hefur ekki verið blóðgað. Við ættum ekki heldur að borða neinn mat sem blóði hefur verið bætt í.