Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU

Tökum framförum í að boða trúna – hjálpum biblíunemendum að ná því marki að vígjast og skírast

Tökum framförum í að boða trúna – hjálpum biblíunemendum að ná því marki að vígjast og skírast

AF HVERJU ER ÞAÐ MIKILVÆGT? Til að öðlast velþóknun Jehóva verða biblíunemendur að vígja honum líf sitt og láta skírast. (1Pét 3:21) Þeir sem lifa í samræmi við vígsluheit sitt hljóta andlegt öryggi. (Slm 91:1, 2) Þeir vígjast Jehóva en ekki einhverjum manni, embætti eða söfnuði. Þess vegna þurfa biblíunemendur að þroska með sér kærleika og þakklæti til Guðs. – Róm 14:7, 8.

HVERNIG FÖRUM VIÐ AÐ?

  • Útskýrðu fyrir biblíunemandanum hvað námsefnið segir okkur um Jehóva. Bentu honum á hvað það er mikilvægt að lesa daglega í Biblíunni og biðja „án afláts“ til Jehóva. – 1Þess 5:17; Jak 4:8.

  • Hvettu nemanda þinn til að setja sér það andlega markmið að vígjast Jehóva og láta skírast. Hjálpaðu honum jafnframt að ná öðrum markmiðum eins og að svara á samkomum eða segja nágrönnum eða vinnufélögum frá trú sinni. Mundu að Jehóva neyðir engan til að þjóna sér. Að vígjast Jehóva er persónuleg ákvörðun hvers og eins. – 5Mós 30:19, 20.

  • Hvettu nemanda þinn til að gera nauðsynlegar breytingar svo hann geti notið velþóknunar Jehóva og orðið hæfur til að láta skírast. (Okv 27:11) Sumir eiginleikar eða ávanar geta verið svo rótgrónir að biblíunemandinn þarf áframhaldandi aðstoð við að leggja af gamla persónuleikann og íklæðast þeim nýja. (Ef 4:22-24) Sýndu honum greinar í Varðturninum úr greinaflokknum „Biblían breytir lífi fólks“.

  • Segðu honum frá gleðinni sem þú hefur haft í þjónustu Jehóva. – Jes 48:17, 18.