Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU

Kennum sannleikann

Kennum sannleikann

Frá og með september hefst nýr greinaflokkur í Líf okkar og boðun – vinnubók fyrir samkomur sem ber heitið „Kennum sannleikann“. Þar verður fjallað um tillögur að kynningum. Markmiðið er að leggja áherslu á grundvallarsannleika Biblíunnar, með spurningu og biblíuversi.

Ef áheyrandinn sýnir áhuga getum við byggt upp eftirvæntingu eftir næstu heimsókn með því að skilja eftir rit eða sýna myndskeið á jw.org. Við ættum að reyna að fara aftur innan fárra daga til að halda samræðunum áfram þar sem frá var horfið. Nýju kynningartillögurnar og nemendaverkefnin verða byggð á útdrætti aftast í köflunum í bókinni What Can the Bible Teach Us? sem er einfölduð útgáfa af bókinni Hvað kennir Biblían? Við getum fundið viðbótarefni og biblíuvers í lok hvers kafla í bókinni Hvað kennir Biblían? sem auðvelda okkur að nota eingöngu Biblíuna þegar við förum í endurheimsóknir og höldum biblíunámskeið.

Það er aðeins einn vegur sem liggur til lífsins. (Matt 7:13, 14) Við tölum við fólk sem tilheyrir mismunandi trúarbrögðum og hefur mismunandi bakgrunn. Þess vegna ættum við að setja sannleika Biblíunnar þannig fram að hann höfði til hvers og eins. (1Tím 2:4) Eftir því sem við verðum leiknari í að ræða mismunandi viðfangsefni í tengslum við Biblíuna og að fara „rétt með orð sannleikans“, eykst gleði okkar og við náum árangri í að kenna öðrum sannleikann. – 2Tím 2:15.