Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU

Tökum framförum í að boða trúna – nýtum okkur JW.ORG

Tökum framförum í að boða trúna – nýtum okkur JW.ORG

AF HVERJU ER ÞAÐ MIKILVÆGT? Hvert einasta rit í verkfærakistunni vísar á jw.org. Aðal markmiðið með nafnspjaldinu og smáritinu Hvar finnum við svör við stóru spurningunum? er að beina fólki að vefsíðunni. Hægt er að dreifa ritum sem eru í verkfærakistunni okkar með því að nota jw.org og senda þau rafrænt með tölvupósti eða með því að senda krækju. Það kemur sér vel þegar maður boðar fólki sem talar annað tungumál trúna. Auk þess gæti fólk spurt spurninga sem er ekki svarað í ritunum í verkfærakistunni. Ef við kunnum að nota möguleikana sem eru í boði á vefsíðunni getur boðun okkar orðið árangursríkari.

HVERNIG FÖRUM VIÐ AÐ?

  • Notaðu flipann BIBLÍAN OG LÍFIÐ. Segjum að þú sért að tala við foreldri sem myndi vilja þiggja meiri upplýsingar um barnauppeldi. Veldu þá BIBLÍAN OG LÍFIÐ > HJÓNABANDIÐ OG FJÖLSKYLDAN.

  • Notaðu flipann ÚTGÁFA. Segjum að þú boðir trúna óformlega í skólanum og viljir sýna bekkjarfélaga bókina Spurningar unga fólksins – svör sem duga. Veldu þá ÚTGÁFA > BÆKUR OG BÆKLINGAR.

  • Notaðu flipann UM OKKUR. Segjum að þú boðir vinnufélaga trúna sem vill vita hverjar helstu trúarkenningar okkar eru. Veldu þá UM OKKUR > SPURNINGAR OG SVÖR.

HORFÐU Á MYNDSKEIÐIÐ NÝTUM OKKUR JW.ORG. ÍHUGAÐU SÍÐAN HVAR ÞÚ GÆTIR FUNDIÐ EFNI Á VEFSÍÐUNNI FYRIR ...

  • trúleysingja.

  • einhvern sem hefur nýlega orðið fyrir áfalli.

  • óvirkan bróður eða systur.

  • einhvern sem þú talar reglulega við um trúna sem spyr hvernig starf okkar sé fjármagnað.

  • einstakling frá öðru landi sem langar til að fara á samkomu í heimalandi sínu.