Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU

Jesús dó líka fyrir trúsystkini okkar

Jesús dó líka fyrir trúsystkini okkar

Jesús fórnaði lífi sínu fyrir ófullkomna menn. (Róm 5:8) Við erum án efa þakklát fyrir að hann elskar okkur og sýndi það með því að gefa líf sitt í okkar þágu. Samt gætum við af og til þurft að minna okkur á að Kristur dó líka fyrir trúsystkini okkar. Hvernig getum við sýnt trúsystkinum okkar, sem eru ófullkomin eins og við, sams konar kærleika og Kristur sýndi? Skoðum þrennt. Í fyrsta lagi getum við stækkað vinahóp okkar og kynnst betur þeim sem hafa ekki sama bakgrunn og við. (Róm 15:7; 2Kor 6:12, 13) Í öðru lagi getum við gætt þess að segja eða gera ekkert sem gæti móðgað aðra. (Róm 14:13-15) Og síðast en ekki síst getum við verið fljót að fyrirgefa ef einhver syndgar gegn okkur. (Lúk 17:3, 4; 23:34) Ef við leggjum okkur fram um að líkja eftir Jesú að þessu leyti heldur Jehóva áfram að blessa söfnuðinn með því að veita honum frið og einingu.

HORFÐU Á MYNDBANDIÐ FEGRUM OKKAR INNRI MANN, OG SVARAÐU SÍÐAN EFTIRFARANDI SPURNINGUM:

  • Hvað fannst Míu til að byrja með um söfnuðinn sinn?

  • Hvað varð til þess að hún skipti um skoðun?

  • Hvernig hjálpaði fordæmi Jesú Míu að breyta viðhorfi sínu? (Mrk 14:38)

  • Hvernig geta Orðskviðirnir 19:11 hjálpað okkur að vera jákvæð gagnvart trúsystkinum okkar?