Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU

Vertu hvetjandi við óvirka

Vertu hvetjandi við óvirka

Á hverju ári sækja margir óvirkir boðberar minningarhátíðina. Þeir byrjuðu að keppa eftir eilífa lífinu en hafa síðan hægt á sér af ýmsum ástæðum. Fjallað er um nokkrar ástæður í bæklingnum Snúðu aftur til Jehóva. (Heb 12:1) Óvirkir eru dýrmætir í augum Jehóva því hann keypti þá með blóði sonar síns. (Post 20:28; 1Pét 1:18, 19) Hvernig getum við hjálpað þeim að snúa aftur til safnaðarins?

Safnaðaröldungar reyna að finna óvirka boðbera og hjálpa þeim á sama hátt og fjárhirðar leita að kindum sem villast frá hjörðinni. (Lúk 15:4-7) Þetta endurspeglar ástríka umhyggju Jehóva. (Jer 23:3, 4) Við getum öll reynt að hvetja óvirka, ekki bara öldungarnir. Þegar við sýnum góðvild og samkennd gleðjum við Jehóva og það getur gert okkur sjálfum gott. (Okv 19:17; Post 20:35) Íhugaðu þess vegna hvern þú getur hvatt og gerðu það síðan við fyrsta tækifæri.

HORFÐU Á MYNDSKEIÐIÐ HVETJUM ÓVIRKA OG SVARAÐU SÍÐAN EFTIRFARANDI SPURNINGUM:

  • Hvernig sýndi Abbey frumkvæði þegar hún hitti vott sem hún þekkti ekki?

  • Hvers vegna ættum við að tala við öldungana ef okkur langar til að hjálpa einhverjum sem er óvirkur?

  • Hvernig undirbjó Abbey sig áður en hún heimsótti Lauru í annað skiptið?

  • Hvernig sýndi Abbey þrautseigju, þolinmæði og kærleika þegar hún reyndi að hvetja Lauru?

  • Hvað getum við lært af dæmisögu Jesú í Lúkasi 15:8-10?

  • Hvaða blessun hafði það í för með sér að nokkrir hjálpuðust að við að hjálpa Lauru?