Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU

Ríkissöngvar efla kjark

Ríkissöngvar efla kjark

Páll og Sílas lofsungu Guð þegar þeir voru í fangelsi. (Post 16:25) Trúsystkini okkar sungu ríkissöngva í fangabúðum nasista í Sachsenhausen í Þýskalandi og í útlegð í Síberíu. Þessi dæmi sýna hvað söngvar búa yfir miklum krafti til að efla kjark þjóna Guðs þegar þeir mæta prófraunum.

Nýja söngbókin sem nefnist Syngjum af gleði fyrir Jehóva kemur bráðum út á fleiri tungumálum. Þegar við fáum okkar eintak getum við farið að festa textana í minni og æfa söngvana í tilbeiðslustund fjölskyldunnar. (Ef 5:19) Þá getur heilagur andi hjálpað okkur að kalla þá fram í hugann þegar prófraunir verða á vegi okkar. Ríkissöngvarnir geta hjálpað okkur að hafa von okkar efst í huga. Þeir geta veitt okkur styrk þegar við mætum prófraunum. Og þegar við erum glöð langar okkur til að syngja þessa uppörvandi söngva fyrir Jehóva af gleði. (1Kro 15:16; Slm 33:1-3) Nýtum okkur endilega nýju söngbókina sem best.

HORFÐU Á MYNDSKEIÐIÐ SÖNGUR SEM UPPÖRVAÐI FANGA. SÍÐAN SKALTU SVARA EFTIRFARANDI SPURNINGUM:

  • Hvaða aðstæður urðu til þess að bróðir Frost fór að semja söng?

  • Hvernig uppörvaði söngurinn trúbræður okkar í Sachsenhausen fangabúðunum?

  • Við hvaða aðstæður í daglega lífinu gætu ríkissöngvarnir styrkt þig?

  • Hvaða ríkissöngva langar þig til að leggja á minnið?