Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

FJÁRSJÓÐIR Í ORÐI GUÐS | MARKÚS 3-4

Læknað á hvíldardegi

Læknað á hvíldardegi

3:1-5

Hvers vegna var Jesús sárhryggur yfir viðhorfi trúarleiðtoga Gyðinga? Vegna þess að þeir gerðu hvíldardaginn að byrði með því að bæta óteljandi minni háttar kröfum við hvíldardagslögin. Það var til dæmis bannað að drepa fló. Aðeins var löglegt að lækna mann ef líf hans var í hættu. Þetta þýddi að ekki mátti meðhöndla beinbrot eða tognun á hvíldardegi. Trúarleiðtogunum var greinilega ekki annt um velferð mannsins með visnu höndina.