LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU
Notum verkfærin í verkfærakistunni okkar fagmannlega
Að gera fólk að lærisveinum er eins og að byggja hús. Til að útkoman verði góð verðum við að læra að nota verkfærin sem við höfum. Við þurfum sérstaklega að ná leikni í að nota aðalverkfæri okkar, orð Guðs. (2Tím 2:15) Það er líka nauðsynlegt að nota önnur rit og myndskeið í verkfærakistunni á áhrifaríkan hátt með það að markmiði að gera fólk að lærisveinum. *
Hvernig geturðu tekið framförum í að nota verkfærin í verkfærakistunni? (1) Biddu umsjónarmann starfshópsins að hjálpa þér, (2) boðaðu trúna með reyndum boðbera eða brautryðjanda, og (3) æfðu, æfðu og æfðu. Þegar þú ert orðinn leikinn í að nota rit og myndskeið finnurðu hvað það er ánægjulegt að taka þátt í andlega byggingarstarfinu sem nú er í gangi.
BLÖÐ
BÆKLINGAR
BÆKUR
SMÁRIT
MYNDSKEIÐ
BOÐSMIÐAR
NAFNSPJÖLD
^ gr. 3 Fáein rit sem eru ekki í verkfærakistunni voru gefin út með sérstaka lesendur í huga. Þau má nota þegar við á.