1.-7. apríl
1. KORINTUBRÉF 7-9
Söngur 136 og bæn
Inngangsorð (3 mín. eða skemur)
FJÁRSJÓÐIR Í ORÐI GUÐS
„Að vera einhleypur er blessun“: (10 mín.)
1Kor 7:32 – Einhleypir þjónar Guðs geta einbeitt sér betur að þjónustunni við Jehóva vegna þess að þeir hafa ekki þær skyldur sem fylgja hjónabandi. (w11 15.1. 18 gr. 3)
1Kor 7:33, 34 – Giftir þjónar Guðs ,bera fyrir brjósti veraldleg efni‘. (w08 15.7. 27 gr. 1)
1Kor 7:37, 38 – Þjónar Guðs sem halda áfram að vera einhleypir með það fyrir augum að geta gert meira í þjónustunni ,gera enn betur‘ en þeir sem eru giftir. (w96 1.12. 21 gr. 14)
Gröfum eftir andlegum gimsteinum: (8 mín.)
1Kor 7:11 – Við hvaða aðstæður gæti kristinn maður íhugað að slíta samvistum við maka sinn? (lv 219-221)
1Kor 7:36 – Hvers vegna ættu kristnir menn aðeins að giftast þegar þeir hafa náð „manndómsskeiði“? (w00-E 15.7. 31 gr. 2)
Hvað hefurðu lært um Jehóva af biblíulestri vikunnar?
Nefndu aðra andlega gimsteina sem þú hefur fundið við biblíulestur vikunnar.
Biblíulestur: (4 mín. eða skemur) 1Kor 8:1-13 (th þjálfunarliður 5)
LEGGÐU ÞIG FRAM VIÐ AÐ BOÐA TRÚNA
Leggðu þig fram við að lesa og kenna: (10 mín.) Ræða með þátttöku áheyrenda. Spilaðu myndskeiðið Biblíuvers vel kynnt og fjallaðu síðan um þjálfunarlið 4 í Kennslubæklingnum.
Ræða: (5 mín. eða skemur) w12 15.11. 20 – Stef: Er þeim sem kjósa að vera einhleypir gefið fyrir kraftaverk að geta það? (th þjálfunarliður 12)
LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU
Nýttu þér kosti einhleypis: (15 mín.) Spilaðu myndskeiðið. Síðan skaltu spyrja eftirfarandi spurninga: Hvaða áskorunum mæta margir einhleypir þjónar Guðs? (1Kor 7:39) Hvernig er dóttir Jefta góð fyrirmynd? Hvað veitir Jehóva þeim sem ganga í grandvarleik? (Slm 84:12) Hvernig geta aðrir í söfnuðinum verið hvetjandi við þá sem eru einhleypir? Hvaða tækifæri standa þeim opin í þjónustu Jehóva sem eru einhleypir?
Safnaðarbiblíunám: (30 mín.) dp kafli 7 gr. 17-28, biblíuvers: Daníel 5:24–6:1
Upprifjun og síðan kynning á efni næstu viku (3 mín.)
Söngur 42 og bæn