LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU
„Losið ykkur við útlendu goðin“
Jakob vissi að Jehóva á skilið óskipta hollustu þótt hann hefði ekki á þeim tíma enn sett lög sem bönnuðu skurðgoðadýrkun. (2Mó 20:3–5) Eftir að Jehóva sagði honum að fara aftur til Betel sagði Jakob öllum sem með honum voru að losa sig við skurðgoðin. Jakob tók síðan skurðgoðin, þar á meðal eyrnalokka sem voru kannski einhvers konar verndargripir, og losaði sig við allt saman. (1Mó 35:1–4) Jehóva var án efa ánægður með það sem Jakob gerði.
Hvernig getum við sýnt Jehóva óskipta hollustu? Fyrir það fyrsta verðum við að forðast hvaðeina sem tengist skurðgoðadýrkun eða spíritisma. Það þýðir að við losum okkur við allt sem tengist dulspeki og athugum vandlega afþreyingarefnið sem við veljum. Spyrðu þig: Hef ég ánægju af bókum eða kvikmyndum sem fjalla um vampírur, uppvakninga eða yfirnáttúruleg fyrirbæri? Eru bölvanir, galdrar og álög sett fram sem skaðlaus skemmtun í afþreyingunni sem ég vel? Við ættum að halda okkur langt frá öllu sem Jehóva hatar. – Sl 97:10.
HORFÐU Á MYNDSKEIÐIÐ „STANDIÐ GEGN DJÖFLINUM“ OG SVARAÐU SÍÐAN EFTIRFARANDI SPURNINGUM:
-
Hvaða vandamál kom upp í lífi Palesu?
-
Hvers vegna er ráðlegt að leita hjálpar öldunganna þegar mál tengd spíritisma koma upp?
-
Hvað þurfum við að losa okkur við ef við viljum fá vernd Jehóva?
-
Hvaða skýru ákvörðun tók Palesa?
-
Hvað þarft þú að varast til að forðast áhrif illra anda þar sem þú býrð?