„Göngum upp á fjall Drottins“
„Á komandi dögum“ |
Tíminn sem við lifum núna. |
„Fjallið, sem hús Drottins stendur á“ |
Hrein og háleit tilbeiðsla á Jehóva. |
„Þangað munu allar þjóðir streyma“ |
Þeir sem tileinka sér hreina tilbeiðslu safnast saman í einingu. |
„Komið, göngum upp á fjall Drottins“ |
Sannir tilbiðjendur bjóða öðrum að koma með sér. |
,Hann vísar oss vegu sína og við getum gengið brautir hans‘ |
Jehóva leiðbeinir okkur með orði sínu og hjálpar okkur að ganga á vegum sínum. |
„Ekki skulu þær temja sér hernað framar“ |
Jesaja lýsir því hvernig vopnum er breytt í landbúnaðarverkfæri og gefur þannig til kynna að fólk Jehóva vinni að friði. Hvaða verkfæri voru þetta á tímum Jesaja? |
„Plógjárn úr sverðum“ |
1 Plógjárn er sá hluti plógs sem sker yfirborð jarðvegsins. Það var oft smíðað úr málmi. – 1Sam 13:20. |
,Sniðlar úr spjótum‘ |
2 Sniðill var hugsanlega sigðlaga blað úr málmi fest við skaft. Þetta verkfæri var notað til að snyrta vínvið. – Jes 18:5. |