Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU

Tökum framförum í að boða trúna – hjálpum þeim sem hneigjast til eilífs lífs að verða lærisveinar

Tökum framförum í að boða trúna – hjálpum þeim sem hneigjast til eilífs lífs að verða lærisveinar

AF HVERJU ER ÞAÐ MIKILVÆGT? Jehóva lætur fræ sannleikans vaxa í hjörtum þeirra sem hneigjast til eilífs lífs. (Post 13:48; 1Kor 3:7) Við vinnum með honum ef við einbeitum okkur í boðuninni að þeim sem bregðast vel við því sem þeir læra. (1Kor 9:26) Biblíunemendur þurfa að skilja að kristin skírn er nauðsynleg til að hljóta hjálpræði. (1Pét 3:21) Við hjálpum þeim að verða lærisveinar með því að kenna þeim að gera breytingar í lífi sínu, boða trúna, kenna og vígja Jehóva líf sitt. – Matt 28:19, 20.

HVERNIG FÖRUM VIÐ AÐ?

  • Minnum biblíunemendur okkar á að tilgangurinn með námi þeirra er að hjálpa þeim að kynnast Jehóva og þóknast honum. – Jóh 17:3.

  • Hjálpum þeim að taka andlegum framförum, yfirstíga hindranir eins og slæma ávana og forðast vafasaman félagsskap.

  • Styrkjum og hvetjum þá fyrir og eftir skírn þeirra. – Post 14:22.

HORFÐU Á MYNDSKEIÐIÐ JEHÓVA GUÐ HJÁLPAR ÞÉR OG SVARAÐU SÍÐAN EFTIRFARANDI SPURNINGUM:

  • Hvað getur hrætt suma og hindrað þá í að vígja Jehóva líf sitt og skírast?

  • Hvernig geta öldungar hjálpað biblíunemendum að taka andlegum framförum?

  • Hvað getum við lært um Jehóva þegar við lesum Jesaja 41:10?

  • Hvaða eiginleikar hjálpa okkur að þjóna Jehóva og vera honum þóknanleg þótt við séum ófullkomin?

Hvernig vinnum við með Jehóva að því að gera fólk að lærisveinum?