Drögum lærdóm af lögunum um holdsveiki
Hvað lærum við af meginreglunni að baki lögunum um holdsveiki um að vernda samband okkar við Jehóva?
-
Jehóva kenndi prestunum að bera fljótt kennsl á holdsveiki. Safnaðaröldungar eru fljótir að veita þeim aðstoð sem þurfa hjálp við að styrkja samband sitt við Jehóva. – Jak 5:14, 15.
-
Ísraelsmenn urðu að eyða öllum fatnaði og öðru sem sýktist af holdsveiki til að koma í veg fyrir frekara smit. Þjónar Guðs verða að vera tilbúnir að segja skilið við það sem þeim er kært frekar en að láta það leiða sig út í synd. (Mt 18:8, 9) Slíkt gæti verið ávani, félagsskapur eða skemmtun.
Hvernig getur þjónn Guðs sýnt að hann sé ákveðinn í að þiggja hjálp Jehóva?