Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU

Haldið áfram að nota blöðin

Haldið áfram að nota blöðin

Frá árinu 2018 hefur eitt viðfangsefni verið tekið fyrir í hverju tölublaði almennu blaðanna. Öll þessi blöð eru í verkfærakistunni okkar. Við getum því notað þau í boðuninni. Sumir hafa nokkur blöð meðferðis á ferðalögum og þegar þeir kaupa inn. Blöðin eru ekki hönnuð sem námsrit fyrir biblíunámskeið en geta samt vakið áhuga fólks á trúnni.

Þegar þú hefur hafið samræður geturðu sýnt viðmælanda þínum ritningarstað og nefnt ákveðið umræðuefni úr blaði sem gæti höfðað til hans. Ef hann er til dæmis foreldri eða að takast á við sorg eða streitu gætirðu sagt: „Ég las athyglisverða grein um þetta um daginn. Má ég sýna þér hana?“ Ef hann sýnir áhuga geturðu gefið honum blaðið eða sent það á rafrænu formi, jafnvel í fyrstu heimsókn. Þó svo að blaðadreifing sé ekki aðalmarkmið okkar geta blöðin hjálpað okkur að finna þá sem láta boðskap Biblíunnar hafa áhrif á sig. – Pos 13:48.

2018

2019

2020

 

Hvaða umræðuefni vekur áhuga fólks á þínu starfssvæði?