Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU

Hjálpaðu börnunum þínum að byggja upp óhagganlega trú á skaparann

Hjálpaðu börnunum þínum að byggja upp óhagganlega trú á skaparann

Sköpunarverkið segir frá dýrð Guðs. (Slm 19:2-5; 139:14) Heimur Satans heldur hins vegar á lofti kenningum um uppruna lífsins sem vanvirða Guð. (Róm 1:18-25) Hvernig geturðu komið í veg fyrir að slíkar hugmyndir festi rætur í huga og hjarta barnanna þinna? Hjálpaðu þeim frá unga aldri að byggja upp trú á að Jehóva sé til og að honum sé annt um þau. (2Kor 10:4, 5; Ef 6:16) Reyndu að fá þau til að tjá innstu hugsanir sínar um það sem þeim er kennt í skólanum og notaðu þau fjölmörgu verkfæri sem við höfum til að ná til hjartna þeirra. – Okv 20:5; Jak 1:19.

HORFÐU Á MYNDSKEIÐIÐ HVAÐ SEGJA JAFNALDRARNIR? TRÚ Á GUÐ, OG HUGLEIDDU SÍÐAN EFTIRFARANDI SPURNINGAR:

  • Hver er algeng ranghugmynd um trú á Guð?

  • Hvað er kennt í skólanum þínum?

  • Hvað fullvissar þig um að Jehóva sé til?

  • Hvernig gætir þú hjálpað einhverjum að rökhugsa og komast að þeirri niðurstöðu að Guð hafi skapað allt?