Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

FJÁRSJÓÐIR Í ORÐI GUÐS | JESAJA 63-66

Nýr himinn og ný jörð munu veita mikla gleði

Nýr himinn og ný jörð munu veita mikla gleði

Fyrirheit Guðs um að snúa við högum fólks í 65. kafla Jesaja eru svo örugg að Jehóva talar um þau eins og þau hafi þegar ræst.

Jehóva skapar nýjan himin og nýja jörð og hins fyrra verður ekki minnst framar

65:17

Hvað táknar nýi himinninn?

  • Nýja stjórn sem kemur á réttlátum aðstæðum á jörðinni.

  • Hún var stofnsett árið 1914 þegar Kristur var krýndur konungur Guðsríkis.

Hvað táknar nýja jörðin?

  • Samfélag fólks af öllum þjóðum, tungumálum og kynþáttum sem beygir sig fúslega undir hina nýju himnesku stjórn.

Í hvaða skilningi verður hins fyrra ekki framar minnst?

  • Orsakir sársaukafullra minninga – líkamlegar, andlegar og tilfinningalegar þjáningar – verða ekki lengur til.

  • Trúfast mannkyn mun njóta lífsins til fulls og meta mikils ánægjulegar minningar á hverjum degi.